FH-ingar í ham gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 10. febrúar 2011 21:01 FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi. FH-ingar voru með undirtökin í fyrri hálfleiknum og höfðu 17-13 forystu að honum loknum. Í stöðunni 2-3 var eina skiptið sem Valur hafði yfir í leiknum en eftir það kom 7-1 kafli hjá FH-ingum sem breyttu stöðunni í 9-4. Þá var þjálfurum Valsliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. En það gekk erfiðlega hjá gestunum að finna glufur á vörn heimamanna, það var bara Anton Rúnarsson sem var að finna leiðina að markinu. Á lokakafla fyrri hálfleiks misstu dómarar leiksins, Gísli og Hafsteinn, tökin og reyndu sitt á hvað að bæta fyrir mistök sem þeir höfðu gert með undarlegum ákvörðunum. Vakti það litla hrifningu hjá leikmönnum beggja liða en dómararnir gátu andað léttar þegar hálfleikurinn kom en þeir stóðu sig talsvert betur eftir hlé. Valsmenn mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik en Hafnfirðingar héldu einbeitingu vel og hleyptu þeim ekki nálægt sér. Daníel Andrésson kom í markið hjá heimamönnum og varði vel. Hlíðarendaliðið gerði of mörg mistök í sóknarleiknum og opnuðu leiðir fyrir hraðaupphlauðsmörk andstæðingana sem á endanum lönduðu tíu marka sigri. Markahæstir hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson með 9 mörk og stórskyttan Ólafur Guðmundsson með 8 mörk. Sjónvarpsstjarnan Anton Rúnarsson var langatkæðamestur Valsmanna með 9 mörk. FH - Valur 34-24 (17-13) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/1 (12/1), Ólafur Guðmundsson 8 (11), Halldór Guðjónsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 4 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Hjörtur Hinriksson 1 (1), Ólafur Gústafsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 10/1, Pálmar Pétursson 8/1.Hraðaupphlaup: 8 (Ólafur 4, Baldvin 2, Halldór 2)Fiskuð víti: 1 (Atli Rúnar)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 9/1 (11/1), Ernir Hrafn Arnarson 5/1 (10/2), Valdimar Fannar Þórsson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Alex Jedic 2 (6), Sturla Ásgeirsson 1 (4/1), Einar Örn Guðmundsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 10, Friðrik Þór Sigmarsson 3.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Anton, Sturla)Fiskuð víti: 4 (Hjálmar Arnarson, Orri, Einar, Ernir)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi. FH-ingar voru með undirtökin í fyrri hálfleiknum og höfðu 17-13 forystu að honum loknum. Í stöðunni 2-3 var eina skiptið sem Valur hafði yfir í leiknum en eftir það kom 7-1 kafli hjá FH-ingum sem breyttu stöðunni í 9-4. Þá var þjálfurum Valsliðsins nóg boðið og tóku leikhlé. En það gekk erfiðlega hjá gestunum að finna glufur á vörn heimamanna, það var bara Anton Rúnarsson sem var að finna leiðina að markinu. Á lokakafla fyrri hálfleiks misstu dómarar leiksins, Gísli og Hafsteinn, tökin og reyndu sitt á hvað að bæta fyrir mistök sem þeir höfðu gert með undarlegum ákvörðunum. Vakti það litla hrifningu hjá leikmönnum beggja liða en dómararnir gátu andað léttar þegar hálfleikurinn kom en þeir stóðu sig talsvert betur eftir hlé. Valsmenn mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik en Hafnfirðingar héldu einbeitingu vel og hleyptu þeim ekki nálægt sér. Daníel Andrésson kom í markið hjá heimamönnum og varði vel. Hlíðarendaliðið gerði of mörg mistök í sóknarleiknum og opnuðu leiðir fyrir hraðaupphlauðsmörk andstæðingana sem á endanum lönduðu tíu marka sigri. Markahæstir hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson með 9 mörk og stórskyttan Ólafur Guðmundsson með 8 mörk. Sjónvarpsstjarnan Anton Rúnarsson var langatkæðamestur Valsmanna með 9 mörk. FH - Valur 34-24 (17-13) Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/1 (12/1), Ólafur Guðmundsson 8 (11), Halldór Guðjónsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 4 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 3 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Hjörtur Hinriksson 1 (1), Ólafur Gústafsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 10/1, Pálmar Pétursson 8/1.Hraðaupphlaup: 8 (Ólafur 4, Baldvin 2, Halldór 2)Fiskuð víti: 1 (Atli Rúnar)Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 9/1 (11/1), Ernir Hrafn Arnarson 5/1 (10/2), Valdimar Fannar Þórsson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Alex Jedic 2 (6), Sturla Ásgeirsson 1 (4/1), Einar Örn Guðmundsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 10, Friðrik Þór Sigmarsson 3.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Anton, Sturla)Fiskuð víti: 4 (Hjálmar Arnarson, Orri, Einar, Ernir)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira