Alltaf fíkjuábætir á jólunum 1. nóvember 2011 00:01 Jólarauðar perur bragðast unaðslega og eru sem fegursta jólaskraut á veisluborðinu. Báðir þessir eftirréttir eru hátíðlegir jólaréttir; einfaldir úr góðum uppskriftum og hreint sælgæti að njóta," segir Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Hótel Holti, sem hér gefur uppskriftir að dýrindis eftirréttadásemdum sem fullkomna jólamáltíðina. „Vínlegna peran svíkur engan í bragðgæðum og er undurfögur fyrir augað, en hinn ábætinn bjuggum við til frá grunni fyrir jólin í fyrra og hefur síðan verið í miklu dálæti okkar sem og gesta, og ekki séns að ég bjóði annað en fíkjuábæti í eftirrétt á aðfangadagskvöld," segir Friðgeir en eftirrétturinn sá er borinn fram í glösum til að ná fram tilætluðum áhrifum. „Fíkjuábætinum er raðað af ásetningi í fastmótaðri röð í ábætisglös svo hægt sé að smakka allt hráefnið í einu, en áhrifin þurfa að samanstanda af fullkomnun í mismunandi áferð; mjúkri, kældri, ferskri, frosinni og stökkri," segir Friðgeir sem kennt hefur áhugasömum sælkerum eftirréttagerð og aðra veislumatseld á vikulegum matreiðslunámskeiðum Hótel Holts við miklar vinsældir og ávallt notað súkkulaði frá Síríus og Nóa í ábætinn. „Það er greinilegt að Íslendingar eru orðnir nýjungagjarnari þegar kemur að forréttum, meðlæti og eftirréttum á jólum, á sama tíma og þeir vilja halda fast í hefðir þegar kemur að jólakjötinu."Sá besti jólin 2007Súkkulaðimús, marengs, kirsuberjalögur og "crumble"Þessum eftirrétti er raðað saman í lítið glas eftir kúnstarinnar reglum, svo hvert lag njóti sín en allt bragðist fullkomlega saman.Súkkulaðimús 300 ml rjómi 250 g súkkulaði 100 g eggjarauður 145 g sykur 200 ml mjólk 2 blöð matarlím Hitið upp mjólk, og sláið sykri og eggjarauðum saman. Heitri mjólkinni hellt yfir. Því næst er lagað enskt krem: Hitið á vægum hita þar til þykknar. Matarlím lagt í bleyti. Þegar límið er orðið lint er það sett út í enska kremið. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði eða örbylgjuofni, og blandið saman við enska kremið.Marengs 150 g eggjahvítur 140 g sykur 140 g flórsykur Þeytið eggjahvítur hægt og hellið hvítum sykri rólega saman við. Þegar blandan er orðin þykk og stíf, sigtið þá flórsykur út í. Bakið við 120°C í 20 mínútur.Kirsuberjalögur 200 g kirsuberjalögur 50 ml rauðvín 50 g sykur safi úr ½ sítrónu mynta 150 g vatn 3 fíkjur Blandið öllu nema fíkjum saman í pott og sjóðið. Hellið svo yfir skornar fíkjur og geymið.Crumble 100 g smjör 100 g púðursykur 100 g hveiti 100 g heslihnetur vanilluís Skerið smjörið niður í teninga og hafið kalt. Blandið öllum þurrefnum saman og svo smjöri. Blandið þessu saman með höndunum. Hér má einnig nota matvinnsluvél með spaða. Myljið niðurskornar hneturnar saman við og kælið vel. Bakið á bökunarplötu með smjörpappír eða í viðeigandi formi þar til deigið er fullbakað.Rauðvínssoðnar perur með kremi bakarans, kanilkexi og vanilluísPerur 4 stk. perur 600 ml rauðvín 200 ml appelsínusafi ½ stk. kanilstöng 125 g sykur 2 stk. negulnaglar 1 msk. pistasíur Sjóðið upp á vökvanum ásamt öllu kryddi. Leggið þá perur út í og sjóðið við væga suðu í u.þ.b. 35 mínútur. Kælið vökvann, takið um 1 dl af honum og sjóðið niður í síróp. Saxið pistasíur, penslið sírópi á perurnar og stráið pistasíum yfir.Krem bakarans 568 g mjólk 144 g sykur 108 g hveiti 72 g smjör 5 stk. eggjarauður ½ vanillustöng Soðið upp á mjólk og sykri. Eggjarauður settar út í, því næst er hveiti sigtað saman við og þurrkryddum blandað við í lokin.Kanilkex Hnífsoddur af engifer Hnífsoddur af anís Hnífsoddur af kardimommum 175 g hveiti 100 g smjör 50 g sykur 30 g kornflex 30 g eggjahvíta 10 g kanill Sykri og smjöri blandað saman og því næst er afgangnum blandað saman við í hrærivél en gætið þess að nota ekki þeytara, heldur spaða eða krók. Borið fram með vanilluís. Eftirréttir Jól Jólamatur Marens Uppskriftir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
Báðir þessir eftirréttir eru hátíðlegir jólaréttir; einfaldir úr góðum uppskriftum og hreint sælgæti að njóta," segir Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Hótel Holti, sem hér gefur uppskriftir að dýrindis eftirréttadásemdum sem fullkomna jólamáltíðina. „Vínlegna peran svíkur engan í bragðgæðum og er undurfögur fyrir augað, en hinn ábætinn bjuggum við til frá grunni fyrir jólin í fyrra og hefur síðan verið í miklu dálæti okkar sem og gesta, og ekki séns að ég bjóði annað en fíkjuábæti í eftirrétt á aðfangadagskvöld," segir Friðgeir en eftirrétturinn sá er borinn fram í glösum til að ná fram tilætluðum áhrifum. „Fíkjuábætinum er raðað af ásetningi í fastmótaðri röð í ábætisglös svo hægt sé að smakka allt hráefnið í einu, en áhrifin þurfa að samanstanda af fullkomnun í mismunandi áferð; mjúkri, kældri, ferskri, frosinni og stökkri," segir Friðgeir sem kennt hefur áhugasömum sælkerum eftirréttagerð og aðra veislumatseld á vikulegum matreiðslunámskeiðum Hótel Holts við miklar vinsældir og ávallt notað súkkulaði frá Síríus og Nóa í ábætinn. „Það er greinilegt að Íslendingar eru orðnir nýjungagjarnari þegar kemur að forréttum, meðlæti og eftirréttum á jólum, á sama tíma og þeir vilja halda fast í hefðir þegar kemur að jólakjötinu."Sá besti jólin 2007Súkkulaðimús, marengs, kirsuberjalögur og "crumble"Þessum eftirrétti er raðað saman í lítið glas eftir kúnstarinnar reglum, svo hvert lag njóti sín en allt bragðist fullkomlega saman.Súkkulaðimús 300 ml rjómi 250 g súkkulaði 100 g eggjarauður 145 g sykur 200 ml mjólk 2 blöð matarlím Hitið upp mjólk, og sláið sykri og eggjarauðum saman. Heitri mjólkinni hellt yfir. Því næst er lagað enskt krem: Hitið á vægum hita þar til þykknar. Matarlím lagt í bleyti. Þegar límið er orðið lint er það sett út í enska kremið. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði eða örbylgjuofni, og blandið saman við enska kremið.Marengs 150 g eggjahvítur 140 g sykur 140 g flórsykur Þeytið eggjahvítur hægt og hellið hvítum sykri rólega saman við. Þegar blandan er orðin þykk og stíf, sigtið þá flórsykur út í. Bakið við 120°C í 20 mínútur.Kirsuberjalögur 200 g kirsuberjalögur 50 ml rauðvín 50 g sykur safi úr ½ sítrónu mynta 150 g vatn 3 fíkjur Blandið öllu nema fíkjum saman í pott og sjóðið. Hellið svo yfir skornar fíkjur og geymið.Crumble 100 g smjör 100 g púðursykur 100 g hveiti 100 g heslihnetur vanilluís Skerið smjörið niður í teninga og hafið kalt. Blandið öllum þurrefnum saman og svo smjöri. Blandið þessu saman með höndunum. Hér má einnig nota matvinnsluvél með spaða. Myljið niðurskornar hneturnar saman við og kælið vel. Bakið á bökunarplötu með smjörpappír eða í viðeigandi formi þar til deigið er fullbakað.Rauðvínssoðnar perur með kremi bakarans, kanilkexi og vanilluísPerur 4 stk. perur 600 ml rauðvín 200 ml appelsínusafi ½ stk. kanilstöng 125 g sykur 2 stk. negulnaglar 1 msk. pistasíur Sjóðið upp á vökvanum ásamt öllu kryddi. Leggið þá perur út í og sjóðið við væga suðu í u.þ.b. 35 mínútur. Kælið vökvann, takið um 1 dl af honum og sjóðið niður í síróp. Saxið pistasíur, penslið sírópi á perurnar og stráið pistasíum yfir.Krem bakarans 568 g mjólk 144 g sykur 108 g hveiti 72 g smjör 5 stk. eggjarauður ½ vanillustöng Soðið upp á mjólk og sykri. Eggjarauður settar út í, því næst er hveiti sigtað saman við og þurrkryddum blandað við í lokin.Kanilkex Hnífsoddur af engifer Hnífsoddur af anís Hnífsoddur af kardimommum 175 g hveiti 100 g smjör 50 g sykur 30 g kornflex 30 g eggjahvíta 10 g kanill Sykri og smjöri blandað saman og því næst er afgangnum blandað saman við í hrærivél en gætið þess að nota ekki þeytara, heldur spaða eða krók. Borið fram með vanilluís.
Eftirréttir Jól Jólamatur Marens Uppskriftir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól