Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-21 | Bikarmeistararnir úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. janúar 2012 17:34 Mynd/Hag Sigurganga Framkvenna í bikarnum er á enda eftir að þær féllu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði framan af í leiknum en vann á endanum þriggja marka sigur, 24-21. Þessi lið höfðu mæst síðastliðin tvö ár í bikarúrslitaleiknum og höfðu Fram farið með sigur af hólmi í bæði sinn. Valsstúlkur voru afar ákveðnar í að tapa ekki gegn Fram þriðja leikinn í röð í Eimskipsbikarnum og komu mjög grimmar inn í leikinn. Vörnin þeirra var mjög sterk og tók það Fram 9 mínútur að skora fyrsta markið. Næstu mínútur var það sama upp á teningunum og náðu Valsstúlkur mest 10-3 forystu þegar 17 mínútur voru liðnar. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og virtist hressa upp á liðið sitt en þær náðu að minnka muninn niður í 12-8 áður en hálfleiksflautan gall. Valsstúlkur héldu áfram sínum leik og virtust ætla að sigla þessu örugglega heim en fóru að slaka aðeins á í vörninni og hleyptu Fram aftur inn í leikinn þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Þær náðu minnst að minnka muninn niður í 2 mörk og fengu dauðafæri til að minnka enn meir muninn úr hraðaupphlaupi þegar 2 mínútur voru eftir en mikilvæg markvarsla Guðnýar Jenný í marki Vals hélt þeim á floti og enduðu þær á að sigra 24-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 7 mörk en í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 9. Hrafnhildur: Aldrei að farast úr hræðsluMynd/Hag„Þetta er ótrúlega sætur sigur, markmiðið er að vinna þennan bikar. Ég og margar aðrar höfum aldrei unnið hann þannig við erum orðnar þyrstar í að vinna hann," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær hafa haft betur í höllinni, það er gríðarlega gott að klára Fram núna. Það eru sterk lið eftir í pottinum og það er ekkert sjálfgefið að við vinnum þennan bikar, við verðum að spila vel í næstu leikjum." „Þær voru að elta allan leikinn, það tekur gríðarlega á. Þær komust aldrei yfir og komust næst hérna 2 mörkum rétt fyrir lokin þannig maður varð aldrei eitthvað að farast úr hræðslu." Valsstúlkur náðu með þessu að hefna fyrir tap gegn Fram fyrir tæpum tveimur vikum en það var fyrsta tap Vals í tæplega ár. „Ég vissi að við myndum aldrei tapa tveimur í röð, það hefur held ég aldrei gerst fyrir mig og það var ekki að fara að gerast hér í dag," sagði Hrafnhildur. Stella: Alltaf hrikalega gaman í höllinniMynd/Hag„Þetta er ömurlegt, við erum búnar að vinna bikarinn síðustu tvö ár og það er alltaf hrikalega gaman að fara í höllina," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er hrikalega sárt en við áttum þetta sennilega skilið, þetta gekk ekki í dag. Við vorum allt of lengi í gang en náðum ágætis kafla hérna rétt fyrir lokin. Það mátti litlu muna, við fáum hraðaupphlaup sem hefði minnkað þetta niður í eitt mark þegar tvær mínútur eru eftir, þá hefði leikurinn galopnast." „Við vorum hinsvegar að elta allann leikinn, það tekur á að elta svona gott lið. Við vorum alltaf að fá á okkur ódýr mörk, varnarleikurinn var ekki nógu góður og hlutirnir voru að detta fyrir þær.Við áttum mörg sláarskot og vorum óheppnar á köflum." „Við töpuðum þessu á fyrsta korterinu, við vorum á hælunum á fyrstu mínúturnar og við skorum fyrsta markið okkar þegar níu mínútur eru búnar," sagði Stella. Elísabet: Hrikalega fúltMynd/Hag„Þetta er auðvitað hrikalega fúlt, það ætla sér allir langt í bikarnum og það er gaman að koma í höllina. Núna verðum við bara að einbeita okkur að deildinni, við ætlum okkur að vinna einvígin við Val þar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi leikur spilaðist allt öðruvísi en leikurinn milli okkar um daginn, þá byrjuðum við á fullu gasi og keyrðum á þær en hérna í dag erum við lengi í gang og erum 10-3 undir áður en við vitum af því og það verður okkur að falli." „Við vorum allann tímann að puða og puða á meðan þær eru að fá auðvelta bolta. Þær komu með aðra vörn inn í leikinn frá síðasta leik og við lentum í smá veseni með hana. Það varð til þess að við vorum í veseni á meðan allt var að falla fyrir þær." „Þegar maður er kominn í svona slæma stöðu þá missir maður svo miklar orku, það tekur gríðarlega á að vinna upp svona forskot," sagði Elísabet. Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Sigurganga Framkvenna í bikarnum er á enda eftir að þær féllu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði framan af í leiknum en vann á endanum þriggja marka sigur, 24-21. Þessi lið höfðu mæst síðastliðin tvö ár í bikarúrslitaleiknum og höfðu Fram farið með sigur af hólmi í bæði sinn. Valsstúlkur voru afar ákveðnar í að tapa ekki gegn Fram þriðja leikinn í röð í Eimskipsbikarnum og komu mjög grimmar inn í leikinn. Vörnin þeirra var mjög sterk og tók það Fram 9 mínútur að skora fyrsta markið. Næstu mínútur var það sama upp á teningunum og náðu Valsstúlkur mest 10-3 forystu þegar 17 mínútur voru liðnar. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og virtist hressa upp á liðið sitt en þær náðu að minnka muninn niður í 12-8 áður en hálfleiksflautan gall. Valsstúlkur héldu áfram sínum leik og virtust ætla að sigla þessu örugglega heim en fóru að slaka aðeins á í vörninni og hleyptu Fram aftur inn í leikinn þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Þær náðu minnst að minnka muninn niður í 2 mörk og fengu dauðafæri til að minnka enn meir muninn úr hraðaupphlaupi þegar 2 mínútur voru eftir en mikilvæg markvarsla Guðnýar Jenný í marki Vals hélt þeim á floti og enduðu þær á að sigra 24-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 7 mörk en í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 9. Hrafnhildur: Aldrei að farast úr hræðsluMynd/Hag„Þetta er ótrúlega sætur sigur, markmiðið er að vinna þennan bikar. Ég og margar aðrar höfum aldrei unnið hann þannig við erum orðnar þyrstar í að vinna hann," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær hafa haft betur í höllinni, það er gríðarlega gott að klára Fram núna. Það eru sterk lið eftir í pottinum og það er ekkert sjálfgefið að við vinnum þennan bikar, við verðum að spila vel í næstu leikjum." „Þær voru að elta allan leikinn, það tekur gríðarlega á. Þær komust aldrei yfir og komust næst hérna 2 mörkum rétt fyrir lokin þannig maður varð aldrei eitthvað að farast úr hræðslu." Valsstúlkur náðu með þessu að hefna fyrir tap gegn Fram fyrir tæpum tveimur vikum en það var fyrsta tap Vals í tæplega ár. „Ég vissi að við myndum aldrei tapa tveimur í röð, það hefur held ég aldrei gerst fyrir mig og það var ekki að fara að gerast hér í dag," sagði Hrafnhildur. Stella: Alltaf hrikalega gaman í höllinniMynd/Hag„Þetta er ömurlegt, við erum búnar að vinna bikarinn síðustu tvö ár og það er alltaf hrikalega gaman að fara í höllina," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er hrikalega sárt en við áttum þetta sennilega skilið, þetta gekk ekki í dag. Við vorum allt of lengi í gang en náðum ágætis kafla hérna rétt fyrir lokin. Það mátti litlu muna, við fáum hraðaupphlaup sem hefði minnkað þetta niður í eitt mark þegar tvær mínútur eru eftir, þá hefði leikurinn galopnast." „Við vorum hinsvegar að elta allann leikinn, það tekur á að elta svona gott lið. Við vorum alltaf að fá á okkur ódýr mörk, varnarleikurinn var ekki nógu góður og hlutirnir voru að detta fyrir þær.Við áttum mörg sláarskot og vorum óheppnar á köflum." „Við töpuðum þessu á fyrsta korterinu, við vorum á hælunum á fyrstu mínúturnar og við skorum fyrsta markið okkar þegar níu mínútur eru búnar," sagði Stella. Elísabet: Hrikalega fúltMynd/Hag„Þetta er auðvitað hrikalega fúlt, það ætla sér allir langt í bikarnum og það er gaman að koma í höllina. Núna verðum við bara að einbeita okkur að deildinni, við ætlum okkur að vinna einvígin við Val þar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi leikur spilaðist allt öðruvísi en leikurinn milli okkar um daginn, þá byrjuðum við á fullu gasi og keyrðum á þær en hérna í dag erum við lengi í gang og erum 10-3 undir áður en við vitum af því og það verður okkur að falli." „Við vorum allann tímann að puða og puða á meðan þær eru að fá auðvelta bolta. Þær komu með aðra vörn inn í leikinn frá síðasta leik og við lentum í smá veseni með hana. Það varð til þess að við vorum í veseni á meðan allt var að falla fyrir þær." „Þegar maður er kominn í svona slæma stöðu þá missir maður svo miklar orku, það tekur gríðarlega á að vinna upp svona forskot," sagði Elísabet.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira