Serena Williams úr leik í Ástralíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 10:00 Williams átti erfitt uppdráttar í 32 stiga hita í Melbourne í nótt. Nordic Photos / Getty Images Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Williams, sem hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, gerði mörg mistök og átti ekkert svar við föstum skotum mótherja síns. „Umm, mér fannst hún spila mjög vel. Hún gaf allt í mörg skot sín," sagði Williams við blaðamenn eftir leikinn. „Ég klúðraði 37 skotum án þess að vera undir pressu. Það segir sína sögu," sagði Williams sem hafði unnið 17 leiki í röð á mótinu. Williams vann mótið árin 2009 og 2010 en sat hjá í fyrra vegna meiðsla. Makarova var í skýjunum með sigurinn og sætið í 8-manna úrslitum. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er stórkostleg tilfinning og fyrsta skipti sem ég kemst í 8-manna úrslit," sagði hin 23 ára rússneska tenniskona. „Hún er er stórkostlegur leikmaður. Það er mjög erfitt að spila gegn henni þannig að ég er mjög ánægð með að mér tókst að hafa betur," sagði Makarova. Erlendar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Williams, sem hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, gerði mörg mistök og átti ekkert svar við föstum skotum mótherja síns. „Umm, mér fannst hún spila mjög vel. Hún gaf allt í mörg skot sín," sagði Williams við blaðamenn eftir leikinn. „Ég klúðraði 37 skotum án þess að vera undir pressu. Það segir sína sögu," sagði Williams sem hafði unnið 17 leiki í röð á mótinu. Williams vann mótið árin 2009 og 2010 en sat hjá í fyrra vegna meiðsla. Makarova var í skýjunum með sigurinn og sætið í 8-manna úrslitum. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er stórkostleg tilfinning og fyrsta skipti sem ég kemst í 8-manna úrslit," sagði hin 23 ára rússneska tenniskona. „Hún er er stórkostlegur leikmaður. Það er mjög erfitt að spila gegn henni þannig að ég er mjög ánægð með að mér tókst að hafa betur," sagði Makarova.
Erlendar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira