Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander 17. febrúar 2012 15:30 Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar- og heilsuráðgjafi, heldur úti dásamlegri síðu á Facebook sem ber heitið naeringogheilsa en þar deilir hún uppskriftum að dýrindis heilsuréttum sem og góðum ráðum þegar kemur að eldamennsku og heilsu. Rakel, sem er búsett í Lúxemborg með fjölskyldu sinni, gefur lesendum LÍFSINS hugmynd að helgarmat að þessu sinni.Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander (dugar fyrir fjóra fullorðna)400 gr lambakjöt2 msk. pistasíuhnetuolía1 tsk. hlynsíróp1 tsk. tahini (sesamsmjör)½ dl smátt skornir pistasíukjarnar (ósaltaðir)5 mjúkar sveskjur Lambakjötið er skorið í þunnar sneiðar og blandað vel saman við marineringuna. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur. Einnig er hægt að útbúa marineringuna kvöldið áður og láta kjötið liggja í henni yfir nótt. Því næst er kjötið snögggrillað á grillpönnu eða mínútugrilli í eina til tvær mínútur á hvorri hlið.Álegg/meðlæti Grillaða lambakjötið í marineringunniSmá klettasalatSmá spínatMangó, skorið í fínar sneiðarHnefafylli af kóríander, gróft skornu3-4 vorlaukar, smátt skornir½ rauð paprika í strimlum1 stór gulrót í strimlum Jógúrtsósa (hrein jógúrt, hvítlaukur, fersk mynta, agúrka, balsamic edik, smá pipar og salt) Notið aðkeyptar eða helst heimatilbúnar hollustuvefjur fyrir uppskriftina. Þessi uppskrift er ótrúlega auðveld, fljótleg og meinholl. Það er hægt að vesenast með þessa uppskrift á alla vegu og breyta innihaldsefnum eftir lyst. Ágætis afgangamáltíð sem er samt skemmtileg og spennandi. Svo finnst börnunum svona vefjur alltaf æðislegar! Lambakjöt Uppskriftir Vefjur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Rakel Sif Sigurðardóttir, næringar- og heilsuráðgjafi, heldur úti dásamlegri síðu á Facebook sem ber heitið naeringogheilsa en þar deilir hún uppskriftum að dýrindis heilsuréttum sem og góðum ráðum þegar kemur að eldamennsku og heilsu. Rakel, sem er búsett í Lúxemborg með fjölskyldu sinni, gefur lesendum LÍFSINS hugmynd að helgarmat að þessu sinni.Hollustuvefjur með lambakjöti, pistasíum, mangói og kóríander (dugar fyrir fjóra fullorðna)400 gr lambakjöt2 msk. pistasíuhnetuolía1 tsk. hlynsíróp1 tsk. tahini (sesamsmjör)½ dl smátt skornir pistasíukjarnar (ósaltaðir)5 mjúkar sveskjur Lambakjötið er skorið í þunnar sneiðar og blandað vel saman við marineringuna. Látið kjötið marinerast í að minnsta kosti 30 mínútur. Einnig er hægt að útbúa marineringuna kvöldið áður og láta kjötið liggja í henni yfir nótt. Því næst er kjötið snögggrillað á grillpönnu eða mínútugrilli í eina til tvær mínútur á hvorri hlið.Álegg/meðlæti Grillaða lambakjötið í marineringunniSmá klettasalatSmá spínatMangó, skorið í fínar sneiðarHnefafylli af kóríander, gróft skornu3-4 vorlaukar, smátt skornir½ rauð paprika í strimlum1 stór gulrót í strimlum Jógúrtsósa (hrein jógúrt, hvítlaukur, fersk mynta, agúrka, balsamic edik, smá pipar og salt) Notið aðkeyptar eða helst heimatilbúnar hollustuvefjur fyrir uppskriftina. Þessi uppskrift er ótrúlega auðveld, fljótleg og meinholl. Það er hægt að vesenast með þessa uppskrift á alla vegu og breyta innihaldsefnum eftir lyst. Ágætis afgangamáltíð sem er samt skemmtileg og spennandi. Svo finnst börnunum svona vefjur alltaf æðislegar!
Lambakjöt Uppskriftir Vefjur Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira