Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-24 | Fram í bikarúrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. febrúar 2012 12:53 Mynd/Stefán Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira