Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-31 | Haukar Bikarmeistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 25. febrúar 2012 00:01 Hafnfirðingar fögnuðu vel í leikslok. Mynd / Daníel Haukar fögnuðu í dag sínum sjötta bikarmeistaratitli með því að leggja Fram að velli 31-23. Haukar voru sterkari aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var munurinn kominn í fjögur mörk 6-2. Fram náði að minnka muninn í tvö mörk 7-5 en Haukar svöruðu því með þremur mörkum í röð. Fram fékk aftur tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk þegar sjö mínútur voru til hálfleiks en þá varði Aron Rafn Eðvarðsson tvö skot í röð, annað þeirra vítakast og Haukar nýttu sér það og juku muninn á ný sem var loks kominn í sex mörk í hálfleik 17-11. Það er skemmst frá því að segja að seinni hálfleikur var aldrei spennandi. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörkin og aldrei munaði minna en sjö mörkum á liðunum í hálfleiknum. Það er því óhætt að segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu en mesti munur á liðunum í leiknum var níu mörk 29-20 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eins og oft áður var það góð vörn og markvarsla sem lagði grunninn að sigri Hauka. Aron varði vel í markinu og Hauka vörnin þvingaði Fram í fjölda tapaða bolta. Að sama skapi var vörn Fram ekki góð í leiknum og markvarslan léleg. Haukar fengu mörg mörk utan af velli og fór Sveinn Þorgeirsson sérstaklega mikinn, ekki síst í fyrri hálfeik. Það riðlaði varnarleik Framara sem náðu sér fyrir vikið aldrei á strik. Aron Rafn: Þetta var frábærtMynd / Daníel"Þetta var erfitt allan leikinn. Þetta var aldrei búið þó við værum átta til níu mörkum yfir. Þeir gáfust aldrei upp en þetta var frábært hjá okkur. Ég held að við höfum ekki skorað 31 mark í allan vetur," sagði skælbrosandi Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka í leikslok. "Svenni, Stebbi og Tjörvi voru fáránlega góðir í þessum leik. Það var sama hver kom inn, það stóðu sig allir." "Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik eins og sást. Við vorum átta mörkum yfir allan seinni hálfleikinn. Þetta var æðislegt," sagði Aron Rafn sem varð gjörsamlega orðlaus að lokum í gleðinni. Aron: Hvergi veikan blett að finnaMynd / Daníel"Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við vorum að spila mjög vel. Vörnin var góð, markvarslan fín og sóknarlega vorum við áræðnir og agaðir. Það var í raun hvergi veikan blett að finna," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. "Þetta var virkilega fín frammistaða. Við lögðum upp með það fyrir leikinn að við þyrftum skot utan af velli því við vissum að þeir yrðu flatir á miðsvæðinu og við gerðum það vel. Við vissum líka að við þyrftum að vera áræðnir þó við klikkuðum úr einu skoti. Þetta gekk út á að vera ákveðnir, þora að skora, þora að taka færin og vera svo agaðir í því að spila boltanum þegar menn kæmu í mann." Það hefur oft loðað við lið að missa einbeitingu þegar þau leiða með mörgu mörkum í hálfleik en það kom ekki fyrir Hauka sem héldu Fram alltaf í þægilegri fjarlæg. "Það var fyrst og fremst með góðum varnarleik. Við vorum áfram öflugir varnarlega og markvarslan góð og svo fengum við nokkur skot útan af velli þegar hraðinn datt niður í sókninni í byrjun seinni hálfleiks. Við héldum þá forystunni." Aron sigraði allt titla sem í boði voru með Haukum tímabilið 2009-2010 og nú þegar hann er tekinn við á ný hefur hann landaði tveimur fyrstu titlum þessa tímabils. "Okkur var ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið af einhverjum spekingum en við höfum komið þægilega á óvart með góðri vörn, markvörslu og góðri liðsheild. Strákarnir sýndu í dag að þeir eru tilbúnir að vera sigurvegarar í Haukunum og þetta blasir við þeim að stíga eitt skref í einu. Nú er líka próf fyrir þá að halda áfram í deildinni," sagði Aron að lokum. Einar: Áttum ekki breikMynd / Daníel"Þetta var mjög erfitt, við áttum eiginlega ekki breik. Það er mjög erfitt að elta Haukana og þurfa að vinna upp stórt forskot," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir að hafa tekið við silfrinu eftir leik. "Við fáum urmul af færum til að vera inni í þessum leik. Við klúðrum vítaköstum, dauðafærum við nýttum þetta illa á meðan það var allt inni hjá Haukum. Það er mjög erfitt." "Það var markvarslan sem skildi á milli liðanna í dag og slakur varnarleikur okkar. Ég veit ekki hvað við förum með mörg dauðafæri á meðan þeir skora úr erfiðum stöðum, jafnvel úti á ellefu, tólf metrum. Það að mínu mati skilur á milli," sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Haukar fögnuðu í dag sínum sjötta bikarmeistaratitli með því að leggja Fram að velli 31-23. Haukar voru sterkari aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var munurinn kominn í fjögur mörk 6-2. Fram náði að minnka muninn í tvö mörk 7-5 en Haukar svöruðu því með þremur mörkum í röð. Fram fékk aftur tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk þegar sjö mínútur voru til hálfleiks en þá varði Aron Rafn Eðvarðsson tvö skot í röð, annað þeirra vítakast og Haukar nýttu sér það og juku muninn á ný sem var loks kominn í sex mörk í hálfleik 17-11. Það er skemmst frá því að segja að seinni hálfleikur var aldrei spennandi. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörkin og aldrei munaði minna en sjö mörkum á liðunum í hálfleiknum. Það er því óhætt að segja að sigurinn hafi aldrei verið í hættu en mesti munur á liðunum í leiknum var níu mörk 29-20 þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eins og oft áður var það góð vörn og markvarsla sem lagði grunninn að sigri Hauka. Aron varði vel í markinu og Hauka vörnin þvingaði Fram í fjölda tapaða bolta. Að sama skapi var vörn Fram ekki góð í leiknum og markvarslan léleg. Haukar fengu mörg mörk utan af velli og fór Sveinn Þorgeirsson sérstaklega mikinn, ekki síst í fyrri hálfeik. Það riðlaði varnarleik Framara sem náðu sér fyrir vikið aldrei á strik. Aron Rafn: Þetta var frábærtMynd / Daníel"Þetta var erfitt allan leikinn. Þetta var aldrei búið þó við værum átta til níu mörkum yfir. Þeir gáfust aldrei upp en þetta var frábært hjá okkur. Ég held að við höfum ekki skorað 31 mark í allan vetur," sagði skælbrosandi Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka í leikslok. "Svenni, Stebbi og Tjörvi voru fáránlega góðir í þessum leik. Það var sama hver kom inn, það stóðu sig allir." "Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik eins og sást. Við vorum átta mörkum yfir allan seinni hálfleikinn. Þetta var æðislegt," sagði Aron Rafn sem varð gjörsamlega orðlaus að lokum í gleðinni. Aron: Hvergi veikan blett að finnaMynd / Daníel"Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Við vorum að spila mjög vel. Vörnin var góð, markvarslan fín og sóknarlega vorum við áræðnir og agaðir. Það var í raun hvergi veikan blett að finna," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. "Þetta var virkilega fín frammistaða. Við lögðum upp með það fyrir leikinn að við þyrftum skot utan af velli því við vissum að þeir yrðu flatir á miðsvæðinu og við gerðum það vel. Við vissum líka að við þyrftum að vera áræðnir þó við klikkuðum úr einu skoti. Þetta gekk út á að vera ákveðnir, þora að skora, þora að taka færin og vera svo agaðir í því að spila boltanum þegar menn kæmu í mann." Það hefur oft loðað við lið að missa einbeitingu þegar þau leiða með mörgu mörkum í hálfleik en það kom ekki fyrir Hauka sem héldu Fram alltaf í þægilegri fjarlæg. "Það var fyrst og fremst með góðum varnarleik. Við vorum áfram öflugir varnarlega og markvarslan góð og svo fengum við nokkur skot útan af velli þegar hraðinn datt niður í sókninni í byrjun seinni hálfleiks. Við héldum þá forystunni." Aron sigraði allt titla sem í boði voru með Haukum tímabilið 2009-2010 og nú þegar hann er tekinn við á ný hefur hann landaði tveimur fyrstu titlum þessa tímabils. "Okkur var ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið af einhverjum spekingum en við höfum komið þægilega á óvart með góðri vörn, markvörslu og góðri liðsheild. Strákarnir sýndu í dag að þeir eru tilbúnir að vera sigurvegarar í Haukunum og þetta blasir við þeim að stíga eitt skref í einu. Nú er líka próf fyrir þá að halda áfram í deildinni," sagði Aron að lokum. Einar: Áttum ekki breikMynd / Daníel"Þetta var mjög erfitt, við áttum eiginlega ekki breik. Það er mjög erfitt að elta Haukana og þurfa að vinna upp stórt forskot," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir að hafa tekið við silfrinu eftir leik. "Við fáum urmul af færum til að vera inni í þessum leik. Við klúðrum vítaköstum, dauðafærum við nýttum þetta illa á meðan það var allt inni hjá Haukum. Það er mjög erfitt." "Það var markvarslan sem skildi á milli liðanna í dag og slakur varnarleikur okkar. Ég veit ekki hvað við förum með mörg dauðafæri á meðan þeir skora úr erfiðum stöðum, jafnvel úti á ellefu, tólf metrum. Það að mínu mati skilur á milli," sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira