Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Haas höndlaði pressuna best í æsispennandi bráðabana. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. Úrslitin í bráðabananum réðust eftir tvær holur. Þá setti Haas niður 12 metra pútt og tryggði sér sigurinn. Þetta er fjórði sigur Haas á PGA-mótaröðinni en Kaninn er í 22. sæti heimslistans. Fyrir lokahringinn var Haas tveimur höggum á eftir forystusauðunum Bradley og Mickelson. Haas spilaði hringinn á tveimur undir pari en Bradley og Mickelson á pari. Mickelson tryggði sér bráðabana á átjándu holunni með því að setja niður átta metra pútt. Draumur hans um að vinna annað PGA-mótið í röð varð að engu þegar Haas bætti um betur með fyrrnefndu pútti. Spánverjinn Sergio Garcia spilaði þó manna best í gær. Garcia, sem var á níu höggum yfir pari að loknum þremur hringjum, spilaði á sjö höggum undir pari sem var besti hringur mótsins. Efsti maður heimslistans, Englendingurinn Luke Donald, spilaði skelfilega á lokahringnum. Donald var á pari fyrir hringinn en lauk leik á sjö höggum yfir pari.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira