Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 09:45 Jón Þór Sturluson segir að viðbrögð Darlings hafi valdið vonbrigðum. mynd/ gva. Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór. Landsdómur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór.
Landsdómur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira