Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2012 14:11 FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira