Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Stefán Hirst Friðriksson skrifar 7. apríl 2012 15:30 Mynd/Valli Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af þessu tækifæri. Íslendingar byrjuðu leikinn með miklum látum og tóku strax öll völd á vellinum. Íslendingar voru komnir með átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins og allt stefndi í stórsigur okkar manna. Japanir tóku aðeins við sér á næstu mínútum og náðu að minnka muninn lítillega en við tókum fljótlega við okkur aftur og leiddum með níu mörkum, 11-20, þegar flautað var til hálfleiks. Stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá íslensku strákunum. Íslendingar bættu enn frekar við í upphafi seinni hálfleiksins og gjörsamlega völtuðu yfir Japani á næstu mínútum. Íslendingar voru komnir með þrettán marka forystu þegar hálfleikurinn var hálfnaður og stórsigur okkar manna í augnsýn. Íslendingar slökuðu þó aðeins á klónni á næstu mínútum en sigldu að lokum öruggum ellefu marka sigri, 30-41, í höfn. Allt liðið spilaði vel í leiknum og geta strákarnir verið stoltir af frammistöðu sinni í leiknum. Vörnin og markvarslan var öflug og missti undirritaður töluna á öllum hraðaupphlaupsmörkum okkar í leiknum. Sóknarleikurinn var einnig virkilega góður og ekki oft sem liði tekst að skora fjörutíu og eitt mark í einum og sama leiknum. Ólafur Stefánsson stýrði sóknarleiknum eins og herforingi og skoraði sjö mörk ásamt því að gefa margar stoðsendingar. Guðjón Valur stóð einnig fyrir sínu í sóknarleiknum en maður leiksins var hinsvegar Róbert Gunnarsson, en hann var óstöðvandi inn á línunni og skoraði níu mörk. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7. apríl 2012 18:42 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af þessu tækifæri. Íslendingar byrjuðu leikinn með miklum látum og tóku strax öll völd á vellinum. Íslendingar voru komnir með átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins og allt stefndi í stórsigur okkar manna. Japanir tóku aðeins við sér á næstu mínútum og náðu að minnka muninn lítillega en við tókum fljótlega við okkur aftur og leiddum með níu mörkum, 11-20, þegar flautað var til hálfleiks. Stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá íslensku strákunum. Íslendingar bættu enn frekar við í upphafi seinni hálfleiksins og gjörsamlega völtuðu yfir Japani á næstu mínútum. Íslendingar voru komnir með þrettán marka forystu þegar hálfleikurinn var hálfnaður og stórsigur okkar manna í augnsýn. Íslendingar slökuðu þó aðeins á klónni á næstu mínútum en sigldu að lokum öruggum ellefu marka sigri, 30-41, í höfn. Allt liðið spilaði vel í leiknum og geta strákarnir verið stoltir af frammistöðu sinni í leiknum. Vörnin og markvarslan var öflug og missti undirritaður töluna á öllum hraðaupphlaupsmörkum okkar í leiknum. Sóknarleikurinn var einnig virkilega góður og ekki oft sem liði tekst að skora fjörutíu og eitt mark í einum og sama leiknum. Ólafur Stefánsson stýrði sóknarleiknum eins og herforingi og skoraði sjö mörk ásamt því að gefa margar stoðsendingar. Guðjón Valur stóð einnig fyrir sínu í sóknarleiknum en maður leiksins var hinsvegar Róbert Gunnarsson, en hann var óstöðvandi inn á línunni og skoraði níu mörk.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7. apríl 2012 18:42 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7. apríl 2012 18:42