Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2012 16:21 Teitur Örlygsson. "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34