Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 22-17 | FH leiðir 2-1 Stefán Hirst Friðriksson í Kaplakrika skrifar 22. apríl 2012 00:01 mynd/stefán FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira