Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 26-28 | HK Íslandsmeistari í fyrsta sinn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 6. maí 2012 00:01 Mynd/Vilhelm HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn með því að leggja FH að velli 28-26 í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Heimamenn voru greinilega vel stemmdir í upphafi leiks því að þeir byrjuðu leikinn með miklum látum og voru komnir í þriggja marka forystu þegar stutt var liðið af leiknum. FH-ingar héldu uppteknum hætti á næstu mínútum og á meðan leikur HK gekk brösulega. Leikurinn snérist þó við þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður og var nú komið að HK-ingum. Þeir stórbættu vörnina hjá sér ásamt því að aðalsmerki liðsins, sóknarleikurinn fór að fljóta vel. HK skoraði sjö mörk gegn tveimur mörkum Hafnfirðinga á næstu tíu mínútum leiksins og komust þeir í tveggja marka forystu, 12-10 eftir gott mark frá Ólafi Bjarka Ragnarssyni. Liðin skiptust á að skora á næstu mínútum en HK-ingar voru sterkari og leiddu með þremur mörkum, 15-12 þegar flautað var til hálfleiks. Áfram gekk sóknarleikur HK eins og smurt og voru þeir komnir í fimm marka forystu þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum og útlitið orðið svart fyrir heimamenn. FH-ingar voru þó ekki búnir að syngja sitt síðasta í leiknum því að við tók góður kafli þeirra. Þeim tókst að skera forystu HK-inga niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Heimamenn fengu nokkur tækifæri til þess að komast ennþá nær HK-ingum en Arnór Freyr Stefánsson, markvörður HK, átti nokkrar stórkostlegar markvörslur á lokasprettinum sem héldu FH-ingum í fjarlægð. FH-ingar náðu þó að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum en gestirnir svöruðu strax með marki og unnu því verðskuldaðann tveggja marka sigur, 26-28. Hjá Íslandsmeisturum HK voru Bjarki Már Elísson, Ólafur Víðir Ólafsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson virkilega öflugir í sóknarleiknum. Maður leiksins var hinsvegar Arnór Freyr Stefánsson en hann varði ótrúlega mikilvæga bolta á lykilstundum í leiknum. HK-ingar spiluðu stórkostlega í úrslitakeppninni í ár og sópuðu þeir báðum Hafnarfjarðarrisunum í átt sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Sóknarleikur liðsins var ótrúlega öflugur ásamt því að vörnin og markvarslan, var frábær í úrslitakeppninni.Erlingur: Lyginni líkast „Ég verð nú eiginlega að segja að þetta hafi verið verðskuldað. Það er ótrúlegt að við séum að vinna bæði Hauka og FH 3-0 í úrslitakeppninni. Það er eiginlega lyginni líkast. „Markverðirnir okkar komu enn og aftur og lokuðu markinu fyrir okkur. Þeir eru búnir að vera í heimsklassa hérna í úrslitakeppninni. Þeir hafa greinilega fullt sjálfstraust þó að þeir hafi verið eitthvað gagnrýndir fyrir úrslitakeppnina," sagði Erlingur. „Við erum með frábæran hóp. Frábærlega vel samstillta stráka sem eru tilbúnir að leggja hart að sér. Við erum með unga og ferska stráka sem vilja virkilega vinna eitthvað í þessu sporti. Ég verð líka að nefna sjúkraþjálfarann okkar en hann er eiginlega þriðja hjólið í þessu hjá okkur. Hann er búinn að sjá til þess að allir séu heilir hjá okkur í úrslitakeppninni. Hann hefur staðið sig frábærlega og á mikið lof skilið," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leiklok.Arnór Freyr: Eitt af markmiðum vetrarins „Það var eitt af markmiðum vetrarins að fara í úrslitakeppni og sjá hvað við færum langt. Við vorum bara hungraðir í þennan titil þannig að þetta er verðskuldað. FH er með frábært lið og voru þeir verðugir andstæðingar í úrslitunum," sagði Arnór. Arnór Freyr spilaði frábærlega í leiknum í dag og var hann valinn maður leiksins. Hann varði 21 bolta í leiknum og var hann að vonum ánægður með sína frammistöðu í leiknum sem og í úrslitakeppninni. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í úrslitakeppinnni. Við erum samt þrír markverðirnir hérna í liðinu og skrifast þetta á okkur alla," sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður HK í leikslok.Ólafur Bjarki: Ekki hægt að gera þetta betur „Við vorum komnir í tvö núll fyrir þennan leik og ákváðum við að gefa allt í þennan þriðja leik til þess að klára þetta. Við erum algjörlega búnir á þvi núna enda búnir að keyra okkur alveg út. „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið þessa úrslitakeppni eins og við gerðum. Það er sennilega ekki hægt að gera þetta betur en við gerðum í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Bjarki Mikið hefur verið talað um að Ólafur sé á leið í atvinnumennsku og staðfesti hann að stefnan væri þangað. „Stefnan er sett á að fara út. Það er verið að vinna í þessu og verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég hef ekkert verið að pæla í þessu í úrslitakeppninni þannig að maður bíður og sér," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK í leiklok.Kristján: Verður að nýta tækifærin til þess að vera meistari „Það er rosalega svekkjandi að hafa ekki nýtt eitthvað af þessum færum sem við fengum í seinni hálfleiknum hérna í dag. Maður verður að nýta færin til þess að verða meistari en ég held að strákarnir læri af þessu. Ég er þó ánægður að við höfum komist í færi til þess að vinna Íslandsmeistaratitillinn en það er að sjálfsögðu alltaf svekkjandi að tapa. HK eru verðugir Íslandsmeistarar. Þeir vinna bæði okkur og Haukaliðið mjög sannfærandi í úrslitakeppninni þannig að þeir eiga þetta fyllilega skilið. Þeirra veikleki í vetur var hægri vængurinn og markvarslan en þeir bættu sig svo sannarlega þar. Ólafur Víðir spilaði einnig frábærlega í þessari viðureign og svo eru þeir með Ólaf Bjarka sem er besti leikmaðurinn í deildinni í dag," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn með því að leggja FH að velli 28-26 í þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Heimamenn voru greinilega vel stemmdir í upphafi leiks því að þeir byrjuðu leikinn með miklum látum og voru komnir í þriggja marka forystu þegar stutt var liðið af leiknum. FH-ingar héldu uppteknum hætti á næstu mínútum og á meðan leikur HK gekk brösulega. Leikurinn snérist þó við þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður og var nú komið að HK-ingum. Þeir stórbættu vörnina hjá sér ásamt því að aðalsmerki liðsins, sóknarleikurinn fór að fljóta vel. HK skoraði sjö mörk gegn tveimur mörkum Hafnfirðinga á næstu tíu mínútum leiksins og komust þeir í tveggja marka forystu, 12-10 eftir gott mark frá Ólafi Bjarka Ragnarssyni. Liðin skiptust á að skora á næstu mínútum en HK-ingar voru sterkari og leiddu með þremur mörkum, 15-12 þegar flautað var til hálfleiks. Áfram gekk sóknarleikur HK eins og smurt og voru þeir komnir í fimm marka forystu þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum og útlitið orðið svart fyrir heimamenn. FH-ingar voru þó ekki búnir að syngja sitt síðasta í leiknum því að við tók góður kafli þeirra. Þeim tókst að skera forystu HK-inga niður í tvö mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Heimamenn fengu nokkur tækifæri til þess að komast ennþá nær HK-ingum en Arnór Freyr Stefánsson, markvörður HK, átti nokkrar stórkostlegar markvörslur á lokasprettinum sem héldu FH-ingum í fjarlægð. FH-ingar náðu þó að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum en gestirnir svöruðu strax með marki og unnu því verðskuldaðann tveggja marka sigur, 26-28. Hjá Íslandsmeisturum HK voru Bjarki Már Elísson, Ólafur Víðir Ólafsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson virkilega öflugir í sóknarleiknum. Maður leiksins var hinsvegar Arnór Freyr Stefánsson en hann varði ótrúlega mikilvæga bolta á lykilstundum í leiknum. HK-ingar spiluðu stórkostlega í úrslitakeppninni í ár og sópuðu þeir báðum Hafnarfjarðarrisunum í átt sinni að Íslandsmeistaratitlinum. Sóknarleikur liðsins var ótrúlega öflugur ásamt því að vörnin og markvarslan, var frábær í úrslitakeppninni.Erlingur: Lyginni líkast „Ég verð nú eiginlega að segja að þetta hafi verið verðskuldað. Það er ótrúlegt að við séum að vinna bæði Hauka og FH 3-0 í úrslitakeppninni. Það er eiginlega lyginni líkast. „Markverðirnir okkar komu enn og aftur og lokuðu markinu fyrir okkur. Þeir eru búnir að vera í heimsklassa hérna í úrslitakeppninni. Þeir hafa greinilega fullt sjálfstraust þó að þeir hafi verið eitthvað gagnrýndir fyrir úrslitakeppnina," sagði Erlingur. „Við erum með frábæran hóp. Frábærlega vel samstillta stráka sem eru tilbúnir að leggja hart að sér. Við erum með unga og ferska stráka sem vilja virkilega vinna eitthvað í þessu sporti. Ég verð líka að nefna sjúkraþjálfarann okkar en hann er eiginlega þriðja hjólið í þessu hjá okkur. Hann er búinn að sjá til þess að allir séu heilir hjá okkur í úrslitakeppninni. Hann hefur staðið sig frábærlega og á mikið lof skilið," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leiklok.Arnór Freyr: Eitt af markmiðum vetrarins „Það var eitt af markmiðum vetrarins að fara í úrslitakeppni og sjá hvað við færum langt. Við vorum bara hungraðir í þennan titil þannig að þetta er verðskuldað. FH er með frábært lið og voru þeir verðugir andstæðingar í úrslitunum," sagði Arnór. Arnór Freyr spilaði frábærlega í leiknum í dag og var hann valinn maður leiksins. Hann varði 21 bolta í leiknum og var hann að vonum ánægður með sína frammistöðu í leiknum sem og í úrslitakeppninni. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í úrslitakeppinnni. Við erum samt þrír markverðirnir hérna í liðinu og skrifast þetta á okkur alla," sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður HK í leikslok.Ólafur Bjarki: Ekki hægt að gera þetta betur „Við vorum komnir í tvö núll fyrir þennan leik og ákváðum við að gefa allt í þennan þriðja leik til þess að klára þetta. Við erum algjörlega búnir á þvi núna enda búnir að keyra okkur alveg út. „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið þessa úrslitakeppni eins og við gerðum. Það er sennilega ekki hægt að gera þetta betur en við gerðum í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Bjarki Mikið hefur verið talað um að Ólafur sé á leið í atvinnumennsku og staðfesti hann að stefnan væri þangað. „Stefnan er sett á að fara út. Það er verið að vinna í þessu og verðum við bara að sjá hvað gerist. Ég hef ekkert verið að pæla í þessu í úrslitakeppninni þannig að maður bíður og sér," sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK í leiklok.Kristján: Verður að nýta tækifærin til þess að vera meistari „Það er rosalega svekkjandi að hafa ekki nýtt eitthvað af þessum færum sem við fengum í seinni hálfleiknum hérna í dag. Maður verður að nýta færin til þess að verða meistari en ég held að strákarnir læri af þessu. Ég er þó ánægður að við höfum komist í færi til þess að vinna Íslandsmeistaratitillinn en það er að sjálfsögðu alltaf svekkjandi að tapa. HK eru verðugir Íslandsmeistarar. Þeir vinna bæði okkur og Haukaliðið mjög sannfærandi í úrslitakeppninni þannig að þeir eiga þetta fyllilega skilið. Þeirra veikleki í vetur var hægri vængurinn og markvarslan en þeir bættu sig svo sannarlega þar. Ólafur Víðir spilaði einnig frábærlega í þessari viðureign og svo eru þeir með Ólaf Bjarka sem er besti leikmaðurinn í deildinni í dag," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira