Margrét Lára á förum frá Turbine Potsdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2012 09:15 Margrét Lára Viðarsdóttir Mynd/Nordic Photos/Getty Flest bendir til þess að landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sé á leið frá þýska félaginu Turbine Potsdam. Markadrottningin er orðuð við sitt gamla félag Kristianstad í Kristianstadsbladed í dag. „Það er ekkert launungarmál að við erum í leit að nýjum sóknarmanni og Sofia Jakobsson er á þeim lista," segir Mathias Morack forráðamaður Potsdam liðsins sem heltist á dögunum úr lestinni í Meistaradeild Evrópu. Morack segir liðið hafa gert allt til þess að aðstoða Margréti Láru í meiðslabaráttu sinni en án árangurs. „Læknar, sjúkraþjálfarar og sérmeðferð við hennar meinum en ekkert virkar," segir Morack sem segir að málefni Margrétar Láru verði skoðuð að loknu tímabilinu. Tvær umferðir lifa af þýsku deildakeppninni. Potsdam stendur vel að vígi en liðið hefur eins stigs forskot á Wolfsburg á toppi deildarinnar. Mikael Forsberg, formaður Kristianstad, segir Margréti Láru velkomna tilbaka til Svíþjóðar. Margrét Lára lék með liði Kristianstad á þriðja tímabil en gekk til liðs við Potsdam á síðasta ári. „Við erum vel meðvituð um stöðu mála hjá henni í Þýskalandi sem virðist alls ekki góð," segir Forsberg. „Við höfum meiri þolinmæði gagnvart meiðslavandamálum hennar en þeir í Þýskalandi," segir Forsberg og minnir á að Margrét Lára þekki vel til hjá sænska félaginu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið en auk þess leika með liðinu landsliðskonurnar Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir. Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Flest bendir til þess að landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sé á leið frá þýska félaginu Turbine Potsdam. Markadrottningin er orðuð við sitt gamla félag Kristianstad í Kristianstadsbladed í dag. „Það er ekkert launungarmál að við erum í leit að nýjum sóknarmanni og Sofia Jakobsson er á þeim lista," segir Mathias Morack forráðamaður Potsdam liðsins sem heltist á dögunum úr lestinni í Meistaradeild Evrópu. Morack segir liðið hafa gert allt til þess að aðstoða Margréti Láru í meiðslabaráttu sinni en án árangurs. „Læknar, sjúkraþjálfarar og sérmeðferð við hennar meinum en ekkert virkar," segir Morack sem segir að málefni Margrétar Láru verði skoðuð að loknu tímabilinu. Tvær umferðir lifa af þýsku deildakeppninni. Potsdam stendur vel að vígi en liðið hefur eins stigs forskot á Wolfsburg á toppi deildarinnar. Mikael Forsberg, formaður Kristianstad, segir Margréti Láru velkomna tilbaka til Svíþjóðar. Margrét Lára lék með liði Kristianstad á þriðja tímabil en gekk til liðs við Potsdam á síðasta ári. „Við erum vel meðvituð um stöðu mála hjá henni í Þýskalandi sem virðist alls ekki góð," segir Forsberg. „Við höfum meiri þolinmæði gagnvart meiðslavandamálum hennar en þeir í Þýskalandi," segir Forsberg og minnir á að Margrét Lára þekki vel til hjá sænska félaginu. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið en auk þess leika með liðinu landsliðskonurnar Guðný Björk Óðinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir.
Þýski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira