Umfjöllun: AG Kaupmannahöfn - Atlético Madrid 23-25 | Draumur AGK úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2012 00:29 Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld. Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21