Einstakur stjarnfræðilegur atburður - Ísland á fremsta bekk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 12:13 Síðasta þverganga Venusar átti sér stað árið 2004. mynd/AP Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér. Venus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Einstakur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað í kvöld þegar Venus gengur fyrir sólina. Það má segja að við séum á fremsta bekk en sjónarspilið mun njóta sín afar vel á hinum íslenska næturhimni. „Það er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í kvöld," segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Næsta þverganga Venusar, sem sýnileg verður frá Íslandi, mun eiga sér stað árið 2247." Þvergangan hefst klukkan 22:04 í kvöld og tekur rúmlega sex klukkustundir. Reykjavík verður eina borgin í heiminum þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergangan stendur yfir. Göngunni líkur síðan klukkan 04:54.Hér má sjá hvar þverganga verður sýnileg á jörðinni.mynd/StjörnufræðivefurinnStjörnuskoðunarfélagið stendur fyrir samkomu við Perluna í kvöld en þar gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þvergöngunni í gegnum sjónauka — einnig verður fylgst með sólgosum og sólblettum. Þá verður viðeigandi hlíðfarbúnaður á staðnum. „Alls ekki horfa í sólina án hlífðarbúnaðar. Við hvetjum fólk til að koma til okkar en við verðum með myrkragleraugu og annað," segir Sævar. Þvergöngur Venusar, þó sjaldgæfar séu, hafa í gegnum tíðina gegnt gríðarlega mikilvægu vísindalegu hlutverki. Þá hafa metnaðarfullir og þolinmóðir vísindamenn lagt í langar leiðir um jarðkringluna til að mæla fjarlægðina milli jarðar og sólar. Þeir sem hafa áhuga á þessum ótrúlega atburði er bent á að kynna sér ítarlega og fróðlega umfjöllun Stjörnufræðivefjarins. Þá má einnig finna upplýsingar um samkomuna í kvöld hér.
Venus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira