Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2012 23:15 Woods er fallinn niður í þriðja sætið NordicPhotos/Getty Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Erlendar Golf Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Erlendar Golf Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira