Hoffenheim vill að Gylfi tryggi framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2012 16:09 Nordicphotos/Getty Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin. Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09
Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30
BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45