Hoffenheim vill að Gylfi tryggi framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2012 16:09 Nordicphotos/Getty Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin. Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni hefur verið gefið frí frá æfingum með Hoffenheim út mánuðinn. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Hoffenheim vilji að Gylfa takist að tryggja framtíð sína í enska boltanum. „Gylfi Sigurdsson missir af upphafi undirbúningstímabilsins með TSG 1899 Hoffenheim. Frí hans hefur verið lengt til 30. júní að hans ósk," segir í yfirlýsingunni frá þýska félaginu. Aðrir leikmenn félagsins mæta til æfinga næstkomandi mánudag. „Félagið vill að leikmanninum 22 ára takist að tryggja framtíð sína í ensku úrvalsdeildinni," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Ýmislegt bendir til þess að Gylfi gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Brendan Rodgers, nýr knattstpyrnustjóri Liverpool, fékk Gylfa til Englands á síðustu leiktíð að láni frá þýska félaginu. Þá stýrði Rodgers Swansea þar sem óhætt er að segja að Gylfi hafi farið á kostum. Flest benti til þess að Gylfi yrði áfram í herbúðum Swansea en við brottför Rodgers til Liverpool breyttust aðstæður. Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim sem á sínum tíma spilaði með Liverpool, segir best fyrir alla að Gylfi reyni að ganga frá sínum málum á Englandi. „Gylfi vill vera áfram á Englandi og á í samningaviðræðum þar," segir Babbel að því er fram kemur á vefsíðunni Liverpoolecho.co.uk. Gangi samningar ekki eftir á Gylfi að mæta til æfinga hjá Hoffenheim um mánaðarmótin.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09 Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30 BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Furðulegasta hlaup ársins innihélt skyldustopp á Taco Bell Sport Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Fleiri fréttir Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Mirror: Gylfi mun fylgja Rodgers til Liverpool Enska dagblaðið The Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og fylgja þar með fordæmi Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóra Swansea. 13. júní 2012 09:09
Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný. 15. júní 2012 09:30
BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool. 17. júní 2012 12:45