Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 41-27 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 10. júní 2012 00:29 Íslenska landsliðið í handknattleik vann mjög þægilegan sigur á Hollendingum, 41-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á Spáni 2013. Ísland byrjaði leikinn nokkuð illa en komst fljótlega í takt og keyrðu síðan yfir gestina í síðari hálfleiknum . Snorri Steinn Guðjónsson var frábær í liði Íslands og gerði níu mörk. Íslenska liðið byrjaði nokkuð illa í kvöld og áttu erfitt með að stöðva sóknarleik Hollendinga. Vörnin var ósannfærandi og Björgvin Páll varði lítið sem ekkert í markinu. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru hlutirnir að ganga betur og fljótlega voru strákarnir okkar komnir með yfirhöndina. Hreiðar Leví Guðmundsson var komin í markið og varði virkilega vel. Staðan var 17-14 í hálfleik en Hollendingar aldrei langt undan. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og juku Íslendingar við forskot sitt jafnt og þétt. Mörkin komu mörg hver eftir hraðaupphlaup en það hefur verið leikstíll Íslendinga mörg ár. Liðið rúllaði yfir lánlausa Hollendinga síðasta korterið og varð sigurinn stór að lokum 41-27. Ísland er því með frábært veganesti fyrir síðari leikinn og komnir með níu putta til Spánar. Guðmundur Guðmundsson: Verðum að vera sáttir með svona stóran sigur„Leikurinn var virkilega kaflaskiptur en liðið lék fínan sóknarleik allan leikinn," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn byrjaði illa og markvarslan sömuleiðis. Það tók okkur ákveðin tíma að komast almennilega inn í leikinn en það tókst í síðari hálfleiknum." „Við getum verið mjög sáttir við 14 marka sigur og erfitt að kvarta yfir því. Við verðum að nota næstu viku vel og mæta á fullu í síðari leikinn, eins og við gerum alltaf." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron Pálmarsson: Við verðum mjög líklega með á HM 2013Mynd/Daníel„Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur af okkar hálfu," sagði Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. „Kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá okkur og þess vegna byrjum við svona illa. Sem betur fer áttuðum við okkur á því í hálfleik hvað við þyrftum að laga." „Liðið mætti síðan ákveðið til leiks og þá fóru hlutirnir að ganga. Við erum eðlilega sáttir með 14 marka sigur. Þeir sprungu síðasta korterið og þá sást hver munurinn er á liðinum. „Ég vill helst ekki vera með neinar yfirlýsingar en ég tel nokkuð víst að liðið verði með á heimsmeistaramótinu á Spáni árið 2013."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Bjarki Már: Fékk smá kvíðakast þegar ég frétti að Guðjón yrði ekki meðBjarki Már Elísson kom óvænt inn í byrjunarliðið þar sem Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki tekið þátt í leiknum sökum meiðsla. Bjarki stóð svo virkilega vel og gerði fimm mörk kvöld. „Mér líður rosalega vel eftir þennan leik, en þetta var nokkuð erfið fæðing hjá okkur," sagði Bjarki Már eftir leikinn. „Þegar ég frétti að Guðjón Valur myndi ekki spila þennan leik þá fékk ég kvíðakast í svona tíu mínútur, en fljótlega fór ég bara að einbeita mér að leiknum". „Við verðum að halda áfram okkar striki og erum alls ekkert á leiðinni til Hollands með hálfum hug, þetta er ekki alveg búið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka með því að ýta hér. Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik vann mjög þægilegan sigur á Hollendingum, 41-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á Spáni 2013. Ísland byrjaði leikinn nokkuð illa en komst fljótlega í takt og keyrðu síðan yfir gestina í síðari hálfleiknum . Snorri Steinn Guðjónsson var frábær í liði Íslands og gerði níu mörk. Íslenska liðið byrjaði nokkuð illa í kvöld og áttu erfitt með að stöðva sóknarleik Hollendinga. Vörnin var ósannfærandi og Björgvin Páll varði lítið sem ekkert í markinu. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru hlutirnir að ganga betur og fljótlega voru strákarnir okkar komnir með yfirhöndina. Hreiðar Leví Guðmundsson var komin í markið og varði virkilega vel. Staðan var 17-14 í hálfleik en Hollendingar aldrei langt undan. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og juku Íslendingar við forskot sitt jafnt og þétt. Mörkin komu mörg hver eftir hraðaupphlaup en það hefur verið leikstíll Íslendinga mörg ár. Liðið rúllaði yfir lánlausa Hollendinga síðasta korterið og varð sigurinn stór að lokum 41-27. Ísland er því með frábært veganesti fyrir síðari leikinn og komnir með níu putta til Spánar. Guðmundur Guðmundsson: Verðum að vera sáttir með svona stóran sigur„Leikurinn var virkilega kaflaskiptur en liðið lék fínan sóknarleik allan leikinn," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslands, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn byrjaði illa og markvarslan sömuleiðis. Það tók okkur ákveðin tíma að komast almennilega inn í leikinn en það tókst í síðari hálfleiknum." „Við getum verið mjög sáttir við 14 marka sigur og erfitt að kvarta yfir því. Við verðum að nota næstu viku vel og mæta á fullu í síðari leikinn, eins og við gerum alltaf." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Aron Pálmarsson: Við verðum mjög líklega með á HM 2013Mynd/Daníel„Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur af okkar hálfu," sagði Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. „Kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá okkur og þess vegna byrjum við svona illa. Sem betur fer áttuðum við okkur á því í hálfleik hvað við þyrftum að laga." „Liðið mætti síðan ákveðið til leiks og þá fóru hlutirnir að ganga. Við erum eðlilega sáttir með 14 marka sigur. Þeir sprungu síðasta korterið og þá sást hver munurinn er á liðinum. „Ég vill helst ekki vera með neinar yfirlýsingar en ég tel nokkuð víst að liðið verði með á heimsmeistaramótinu á Spáni árið 2013."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron með því að ýta hér. Bjarki Már: Fékk smá kvíðakast þegar ég frétti að Guðjón yrði ekki meðBjarki Már Elísson kom óvænt inn í byrjunarliðið þar sem Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki tekið þátt í leiknum sökum meiðsla. Bjarki stóð svo virkilega vel og gerði fimm mörk kvöld. „Mér líður rosalega vel eftir þennan leik, en þetta var nokkuð erfið fæðing hjá okkur," sagði Bjarki Már eftir leikinn. „Þegar ég frétti að Guðjón Valur myndi ekki spila þennan leik þá fékk ég kvíðakast í svona tíu mínútur, en fljótlega fór ég bara að einbeita mér að leiknum". „Við verðum að halda áfram okkar striki og erum alls ekkert á leiðinni til Hollands með hálfum hug, þetta er ekki alveg búið."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka með því að ýta hér.
Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira