Helgarmaturinn - Gómsæt kókoskaka 22. júní 2012 09:00 Hér er uppskrift að sérlega sumarlegri og gómsætri kókosköku í boði Guðríðar Haraldsdóttir, aðstoðarrtitstjóra Vikunnar. „Þegar ég rakst á hana í nýjasta Gestgjafanum um daginn varð ég að prófa hana og fannst hún æðislega góð! Hún er blautari og meira djúsí (það gera eplin) en kókoskakan sem ég hef stundum bakað og er orðin að nýju uppáhaldskökunni minni úr kókosheimum.Kókoskaka með eplum og sultu(8-10 sneiðar)180 g smjör, mjúkt160 g sykur3 egg180 g hveiti70 g kókosmjöl1 tsk. lyftiduft2 græn súr epli, afhýdd og rifin gróft niður1 tsk. vanilludropar150-200 g rabarbarasulta, hindberjasulta eða bara uppáhaldssultan ykkar Hitið ofninn í 170°C. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel saman við. Blandið hveiti, kókosmjöli og lyftidufti út í og blandið saman við ásamt eplum og vanilludropum. Setjið deigið í tvö smurð form, 22-24 cm, og bakið í 30-40 mín. Látið botnana kólna aðeins og leggið þá síðan saman með sultu. Fallegt er að sigta flórsykur yfir. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið
Hér er uppskrift að sérlega sumarlegri og gómsætri kókosköku í boði Guðríðar Haraldsdóttir, aðstoðarrtitstjóra Vikunnar. „Þegar ég rakst á hana í nýjasta Gestgjafanum um daginn varð ég að prófa hana og fannst hún æðislega góð! Hún er blautari og meira djúsí (það gera eplin) en kókoskakan sem ég hef stundum bakað og er orðin að nýju uppáhaldskökunni minni úr kókosheimum.Kókoskaka með eplum og sultu(8-10 sneiðar)180 g smjör, mjúkt160 g sykur3 egg180 g hveiti70 g kókosmjöl1 tsk. lyftiduft2 græn súr epli, afhýdd og rifin gróft niður1 tsk. vanilludropar150-200 g rabarbarasulta, hindberjasulta eða bara uppáhaldssultan ykkar Hitið ofninn í 170°C. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel saman við. Blandið hveiti, kókosmjöli og lyftidufti út í og blandið saman við ásamt eplum og vanilludropum. Setjið deigið í tvö smurð form, 22-24 cm, og bakið í 30-40 mín. Látið botnana kólna aðeins og leggið þá síðan saman með sultu. Fallegt er að sigta flórsykur yfir.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið