Lífið

Hafa hjólað stanslaust í sólahring

Myndir/Sigurjón
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon sem er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi er nú í fullum gangi.

Hjólað verður 1332 kílómetra hringinn í kringum landið um Hvalfjörð og yfir Öxi með boðsveitarformi dagana 19. júní -22. júní.

Þrettán fjögurra manna lið keppa sín á milli og safna áheitum sem renna óskipt til áheitaverkefnis Barnaheilla – Save the Children á Íslandi „Hreyfing og líkamlegt heilbrigði barna".

Hægt er að heita á áheitavef Barnaheilla heillakedjan.is/wow þar sem nú þegar hafa safnast um 1.500.000 krónur. Liðin eru búin að hjóla stanslaust frá því í gær og eru fyrstu liðin að nálgast Egilsstaði.



Meðfylgjandi myndir eru frá Hörpu áður en keppendur lögðu af stað í gær.

Myndir/Sigurjón





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.