Makhloufi fékk að keppa og vann til gullverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2012 20:32 Taoufik Makhloufi. Nordicphotos/Getty Alsíringurinn Taoufik Makhloufi sigraði í 1500 metra hlaupi karla í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld. Makhloufi kom í mark á 3:34.08 mínútum en hann virtist í sérflokki í hlaupinu í kvöld. Þegar 300 metrar lifðu af hlaupinu setti hann í fluggír sem enginn átti svar við og vann öruggan sigur. Óvíst var hvort Makhloufi fengi að keppa í hlaupinu þar sem honum var vísað úr keppni á leikunum fyrir óíþróttamannslega framkomu í undanrásum í 800 metra hlaupi karla. Þá hætti hann keppni eftir um 200 metra hlaup þar sem hann ætlaði að spara sig fyrir 1500 metra hlaupið. Ólympíhópur Alsír kvartaði sáran og sagði sinn mann glíma við hnémeiðsli sem hefðu orðið til þess að Makhloufi varð að hætta keppni. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið samþykkti málsstað Alsír og veitti honum rétt til þátttöku á nýjan leik. Leonel Manzano frá Bandaríkjunum tryggði sér annað sætið á tímanum 3:34.79 mínútum og Marokkómaðurinn Abdalaati Iguider varð þriðji á 3:35.13 mínútum. Minnstu munaði að Iguider yrði af bronsverðlaununum því Bandaríkjamaðurinn Matthew Centrowitz átti magnaðan endasprett. Centrowitz kom þó í mark 4/100 á eftir Iguider. Fimmti varð Norðmaðurinn og Evrópumeistarinn Henrik Ingebritsen á tímanum 3:35.43 sem er norskt met. Athygli vakti að Ólympíumeistarinn, Asbel Kiprop frá Kenía, hafnaði í tólfta og síðasta sæti á 3:43.83. Þá varð silfurverðlaunahafinn frá því í Peking, Nicholas Willis frá Nýja-Sjálandi, að sætta sig við 9. sætið. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sendur heim fyrir að reyna ekki á sig Taoufik Makhloufi, frjálsíþróttakappi frá Alsír, hefur verið sendur heim af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu fyrir að reyna ekki á sig í undanrásum 800 metra hlaupsins í dag. 6. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira
Alsíringurinn Taoufik Makhloufi sigraði í 1500 metra hlaupi karla í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld. Makhloufi kom í mark á 3:34.08 mínútum en hann virtist í sérflokki í hlaupinu í kvöld. Þegar 300 metrar lifðu af hlaupinu setti hann í fluggír sem enginn átti svar við og vann öruggan sigur. Óvíst var hvort Makhloufi fengi að keppa í hlaupinu þar sem honum var vísað úr keppni á leikunum fyrir óíþróttamannslega framkomu í undanrásum í 800 metra hlaupi karla. Þá hætti hann keppni eftir um 200 metra hlaup þar sem hann ætlaði að spara sig fyrir 1500 metra hlaupið. Ólympíhópur Alsír kvartaði sáran og sagði sinn mann glíma við hnémeiðsli sem hefðu orðið til þess að Makhloufi varð að hætta keppni. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið samþykkti málsstað Alsír og veitti honum rétt til þátttöku á nýjan leik. Leonel Manzano frá Bandaríkjunum tryggði sér annað sætið á tímanum 3:34.79 mínútum og Marokkómaðurinn Abdalaati Iguider varð þriðji á 3:35.13 mínútum. Minnstu munaði að Iguider yrði af bronsverðlaununum því Bandaríkjamaðurinn Matthew Centrowitz átti magnaðan endasprett. Centrowitz kom þó í mark 4/100 á eftir Iguider. Fimmti varð Norðmaðurinn og Evrópumeistarinn Henrik Ingebritsen á tímanum 3:35.43 sem er norskt met. Athygli vakti að Ólympíumeistarinn, Asbel Kiprop frá Kenía, hafnaði í tólfta og síðasta sæti á 3:43.83. Þá varð silfurverðlaunahafinn frá því í Peking, Nicholas Willis frá Nýja-Sjálandi, að sætta sig við 9. sætið.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sendur heim fyrir að reyna ekki á sig Taoufik Makhloufi, frjálsíþróttakappi frá Alsír, hefur verið sendur heim af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu fyrir að reyna ekki á sig í undanrásum 800 metra hlaupsins í dag. 6. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Sjá meira
Sendur heim fyrir að reyna ekki á sig Taoufik Makhloufi, frjálsíþróttakappi frá Alsír, hefur verið sendur heim af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu fyrir að reyna ekki á sig í undanrásum 800 metra hlaupsins í dag. 6. ágúst 2012 20:30