Pistillinn: Til hvers að senda íslenska sundfólkið á Ólympíuleika? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 08:00 Mynd/Valli Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð. Pistillinn Sund Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Fremsta sundfólk landsins lauk fyrir helgi þátttöku á Ólympíuleikunum í London. Engin íslenskur keppandi náði í úrslit og aðeins voru sett tvö Íslandsmet á leikunum. Vonbrigði að mati margra. Spurningunni í fyrirsögninni hef ég heyrt varpað fram á ólíkum tímapunktum af mismunandi aðilum sem hafa mikinn áhuga á íþróttum. Báðum þótti árangur sundfólksins það lélegur að ástæða var til að velta því fyrir sér hvort íþróttamennirnir hefðu ekki betur heima setið. Veit ég að fleiri deila þeirri skoðun. Íslenska sundfólkið og aðrir Ólympíufarar unnu sér inn þátttökurétt á leikunum ýmist með því að ná Ólympíulágmarki eða Ólympíuviðmiði. Með því varð langþráður draumur þeirra að veruleika og uppskera þrotlausrar vinnu skilaði sér í hús. Hjá sumum varð draumurinn að veruleika í fyrsta skipti en aðrir urðu þess heiðurs aðnjótandi að endurnýja kynnin við stærsta íþróttaviðburð heimsins. Hvers vegna ætti það einu sinni að koma til greina að senda ekki fremsta íþróttafólk landsins í keppni þeirra bestu þegar það hefur unnið sér rétt til þess? Hvers lags skilaboð væru það til ungra iðkenda sem horfa til Ólympíuleika framtíðarinnar? Ég legg það í efa að Ólympíusambönd annarra þjóða velti þeirri spurningu fyrir sér þótt íþróttamenn þeirra, sem náð hafa lágmörkum, eigi ekki möguleika á verðlaunum. Sé viðmiðið það að enginn tilgangur sé að senda íslenskt afreksfólk, sem ekki sé líklegt til afreka á Ólympíuleika, þarfnast ýmislegt endurskoðunar. Hvers vegna að skrá karlalandsliðið í knattspyrnu til þátttöku í undankeppni Evrópu- og heimsmeistaramóts? Möguleikinn er lítill sem enginn og úrslitin yfirleitt vonbrigði á vonbrigði ofan. Ég verð þó sá síðasti til að stinga upp á því enda vangaveltan jafnfáránleg og fyrirsögn þessa pistils. Ólympíufarar Íslands hafa unnið fyrir þátttökurétti sínum á leikunum og hvort sem þeim tekst vel upp eða ekki er engin ástæða til að velta fyrir sér rétti þeirra á þátttöku. Auðvitað eru það vonbrigði í þeim tilfellum sem rjómi íslensks íþróttafólks stendur ekki undir, oft miklum og stundum óraunhæfum, væntingum. Bæði fyrir íslenskt íþróttaáhugafólk en ennþá frekar fyrir afreksfólkið sjálft sem þráir ekkert heitar en að standa sig vel fyrir land og þjóð.
Pistillinn Sund Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira