Tiger í efsta sæti með Petterson og Singh þegar PGA-mótið er hálfnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 11:00 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira