Handbolti

Aron Pálmars ekki með þegar Kiel vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu öruggan ellefu marka sigur á Frisch Auf Göppingen, 36-35, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en Kiel hefur þar með náð í 13 stig af 14 mögulegum í fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu.

Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel í dag vegna meiðsla og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins.

Kiel komst í 5-1, var 18-13 yfir í hálfleik og stakk síðan af í upphafi seinni hálfleiks.

Filið Jicha var markahæstur hjá Kiel með sex mörk en þeir Christian Zeitz, Marko Vujin og Momir Ilic skoruðu allir fimm mörk. Kiel-liðið gat leyft sér að klikka á fimm vítum í leiknum því Vujin (2), Jicha, Eberg og Ilic klúðruðu allir vítum í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×