Handbolti

Ótrúleg endurkoma hjá Kiel sem komst á toppinn

Guðjón Valur fékk úr litlu að moða í dag.
Guðjón Valur fékk úr litlu að moða í dag.
Þýskalandsmeistarar Kiel skoruðu sex mörk í röð á lokakaflanum gegn Hamburg og tryggði sér hreint út sagt ótrúlegan sigur, 30-33, á útivelli. Sigurinn fleytti Kiel á toppinn í deildinni.

Kiel byrjaði leikinn mun betur og leiddi framan af fyrri hálfleik. Síðustu tíu mínútur hálfleiksins voru aftur á móti eign Hamburg sem náði þriggja marka forskoti fyrir hlé, 15-12.

Það gekk mjög erfiðlega fyrir Kiel að vinna upp forskot Hamburg sem lék skynsamlega. Munurinn þrjú til fjögur mörk en Hamburg náði mest fimm marka forskoti, 28-23.

Kiel hrökk þó í gírinn þegar tíu mínútur voru eftir og þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 28-27. Kiel lét ekki þar við sitja og Filip Jicha jafnaði leikinn, 29-29, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir.

Dominik Klein kom svo Kiel yfir, 29-30, og ótrúleg endurkoma Kiel fullkomnuð.

Leikur Hamborgar var hruninn og liðið átti ekkert svar við þessum spretti hjá þýsku meisturunum. Svo ljúfur var þessi sigur að meira að segja Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tók virkan þátt í fagnaðarlátunum í lokin.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í leiknum og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Þýskalandsmeistarar Kiel skoruðu sex mörk í röð á lokakaflanum gegn Hamburg og tryggði sér hreint út sagt ótrúlegan sigur, 30-33, á útivelli. Sigurinn fleytti Kiel á toppinn í deildinni.

Kiel byrjaði leikinn mun betur og leiddi framan af

fyrri hálfleik. Síðustu tíu mínútur hálfleiksins voru

aftur á móti eign Hamburg sem náði þriggja marka

forskoti fyrir hlé, 15-12.

Það gekk mjög erfiðlega fyrir Kiel að vinna upp

forskot Hamburg sem lék skynsamlega. Munurinn þrjú til

fjögur mörk en Hamburg náði mest fimm marka forskoti, 28-23.

Kiel hrökk þó í gírinn þegar tíu mínútur voru eftir og

þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var munurinn

aðeins eitt mark, 28-27. Kiel lét ekki þar við sitja

og Filip Jicha jafnaði leikinn, 29-29, þegar rúmar

fjórar mínútur voru eftir.

Dominik Klein kom svo Kiel yfir, 29-30, og ótrúleg

endurkoma Kiel fullkomnuð.

Leikur Hamborgar var hruninn og liðið átti ekkert svar við þessum spretti hjá þýsku meisturunum. Svo ljúfur var þessi sigur að meira að segja Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tók virkan þátt í fagnaðarlátunum í lokin.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í leiknum og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×