Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 30-22 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 27. október 2012 00:01 Haukar unnu öruggan sigur á Akureyri 30-22 á heimavelli sínum að Ásvöllum í dag og náðu fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Oddur Gretarsson meiddist að því er virtist illa í fyrri hálfleik og dró það allan kraft úr leik gestanna og Haukar lönduðu öruggum sigri. Haukar byrjuðu leikinn betur og þrátt fyrir að Aron Rafn Eðvarðsson léki ekki með liðinu vegna veikinda kom það ekki að sök. Vörnin var mjög góð og markvarslan hjá Giedrius Morkunas sömuleiðis. Oddur Gretarsson meiðist þegar rúmlega 8 mínútur eru liðnar af leiknum, eftir að hann minnkaði muninn í 5-3, og má segja að þar með hafi öll spenna horfið úr leiknum. Fyrir hjá Akureyri vantaði Bjarna Fritzson, Ásgeir Jónsson og Andra Snæ Stefánsson og mátti þunnskipað lið Akureyrar ekki við enn einu áfallinu. Haukar gengu á lagið, léku vel jafnt í sókn sem vörn og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Heimamenn skoruðu fjögur fyrstu mörk seinn hálfleiks og náðu níu marka forystu. Þá greip kæruleysi um sig í sókn Hauka og Akureyri minnkaði muninn í 22-16. Aron Kristjánsson brást við því með að taka leikhlé og Haukar vöruðu með 5-1 kafla og munurinn kominn í tíu mörk 27-17 þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Þá voru úrslitin ráðin og lokakaflinn formsatriði. Markaskor dreifðist vel hjá Haukum. Jón Þorbjörn átti góðan leik jafnt í vörn sem á línunni í sókn, Adam Haukur Baumruk átti góða innkomu, sérstaklega í fyrri hálfleik og allt var inni hjá Elíasi Má Halldórssyni. Þjálfarinn Heimir Örn Árnason stóð einn fyrir sínu í liði Akureyrar og ljóst að ef meiðsla vandræði liðsins halda áfram að ungu skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason þurfa að rífa sig upp og gera mun betur. Geir komst þó öllu betur frá sínu í dag. Markvarslan var engin hjá Akureyri og hlítur hún að vera áhyggjuefni líkt og varnarleikurinn sem var óvenju slakur. Aron: Spiluðum glæsilega á köflum„Ég er mjög ánægður með leikinn. Við spiluðum sterka vörn, bæði 5-1 og 6-0. Hraðaupphlaupin voru góð og þar erum við að bæta okkur frá leik til leiks. Sóknarlega vorum við líka öflugir og þeir sem komu inn á voru allir klárir. Það er kosturinn, menn vita að þeir koma alltaf inn á, í öllum leikjum og eru klárir þegar kallið kemur," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við áttum fínan leik og það er lykillinn að sigrinum en mér sýndist það vera mikið sjokk fyrir Akureyri að missa Odd út. Þetta virtust vera alvarleg meiðsli og það er slæmt fyrir Akureyri og íslenskan handbolta," sagði Aron sem var helst ósáttur við leikkaflan eftir að Haukar komust níu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. „Ég var mjög ósáttur að þegar við vorum átta, níu mörkum yfir eftir að hafa spilað glæsilega á köflum að það eigi allt í einu að fara að slaka á. Boltanum var hent kæruleysislega tvisvar, þrisvar í burtu og það var enginn stjórn á sóknarleiknum. Ég var mjög óánægður með það. Við fengum á okkur hraðaupphlaup í bakið og það var ekkert annað að gera en að herða menn upp og fá einbeitinguna í lag og sem betur fer þá gerðist það," sagði Aron að lokum. Heimir: Það eru vandamál í gangi„Við megum ekki við því að missa, Bjarna, Odd, Ásgeir og Andra Snæ. Bjarni, Oddur og Andri hafa spilað hrikalega vel og það var of mikið að missa þá alla þrjá. Þetta eru baráttu hundar en það er sama, við eigum að vera með mesta okkar í vörn og við vorum lélegir. Það eru vandamál í gangi og við þurfum að leysa það,“ sagði Heimir Örn Árnason annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar. „Oddur var búinn að æfa mjög vel fyrir leikinn og ætlaði að sanna sig þvílíkt og að sjálfsögðu var þetta sjokk en þetta var bara lélegt. Mér hefur gengið vel með Haukana eftir að ég kom í Akureyri en þetta var skelfilegt. „Þeir spila vel, ég tek það ekki af þeim en andinn í okkar liði og val á skotum, þetta er algjört bíó hjá okkur,“ sagði mjög ósáttur Heimir. Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur á Akureyri 30-22 á heimavelli sínum að Ásvöllum í dag og náðu fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Oddur Gretarsson meiddist að því er virtist illa í fyrri hálfleik og dró það allan kraft úr leik gestanna og Haukar lönduðu öruggum sigri. Haukar byrjuðu leikinn betur og þrátt fyrir að Aron Rafn Eðvarðsson léki ekki með liðinu vegna veikinda kom það ekki að sök. Vörnin var mjög góð og markvarslan hjá Giedrius Morkunas sömuleiðis. Oddur Gretarsson meiðist þegar rúmlega 8 mínútur eru liðnar af leiknum, eftir að hann minnkaði muninn í 5-3, og má segja að þar með hafi öll spenna horfið úr leiknum. Fyrir hjá Akureyri vantaði Bjarna Fritzson, Ásgeir Jónsson og Andra Snæ Stefánsson og mátti þunnskipað lið Akureyrar ekki við enn einu áfallinu. Haukar gengu á lagið, léku vel jafnt í sókn sem vörn og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Heimamenn skoruðu fjögur fyrstu mörk seinn hálfleiks og náðu níu marka forystu. Þá greip kæruleysi um sig í sókn Hauka og Akureyri minnkaði muninn í 22-16. Aron Kristjánsson brást við því með að taka leikhlé og Haukar vöruðu með 5-1 kafla og munurinn kominn í tíu mörk 27-17 þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Þá voru úrslitin ráðin og lokakaflinn formsatriði. Markaskor dreifðist vel hjá Haukum. Jón Þorbjörn átti góðan leik jafnt í vörn sem á línunni í sókn, Adam Haukur Baumruk átti góða innkomu, sérstaklega í fyrri hálfleik og allt var inni hjá Elíasi Má Halldórssyni. Þjálfarinn Heimir Örn Árnason stóð einn fyrir sínu í liði Akureyrar og ljóst að ef meiðsla vandræði liðsins halda áfram að ungu skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason þurfa að rífa sig upp og gera mun betur. Geir komst þó öllu betur frá sínu í dag. Markvarslan var engin hjá Akureyri og hlítur hún að vera áhyggjuefni líkt og varnarleikurinn sem var óvenju slakur. Aron: Spiluðum glæsilega á köflum„Ég er mjög ánægður með leikinn. Við spiluðum sterka vörn, bæði 5-1 og 6-0. Hraðaupphlaupin voru góð og þar erum við að bæta okkur frá leik til leiks. Sóknarlega vorum við líka öflugir og þeir sem komu inn á voru allir klárir. Það er kosturinn, menn vita að þeir koma alltaf inn á, í öllum leikjum og eru klárir þegar kallið kemur," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við áttum fínan leik og það er lykillinn að sigrinum en mér sýndist það vera mikið sjokk fyrir Akureyri að missa Odd út. Þetta virtust vera alvarleg meiðsli og það er slæmt fyrir Akureyri og íslenskan handbolta," sagði Aron sem var helst ósáttur við leikkaflan eftir að Haukar komust níu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. „Ég var mjög ósáttur að þegar við vorum átta, níu mörkum yfir eftir að hafa spilað glæsilega á köflum að það eigi allt í einu að fara að slaka á. Boltanum var hent kæruleysislega tvisvar, þrisvar í burtu og það var enginn stjórn á sóknarleiknum. Ég var mjög óánægður með það. Við fengum á okkur hraðaupphlaup í bakið og það var ekkert annað að gera en að herða menn upp og fá einbeitinguna í lag og sem betur fer þá gerðist það," sagði Aron að lokum. Heimir: Það eru vandamál í gangi„Við megum ekki við því að missa, Bjarna, Odd, Ásgeir og Andra Snæ. Bjarni, Oddur og Andri hafa spilað hrikalega vel og það var of mikið að missa þá alla þrjá. Þetta eru baráttu hundar en það er sama, við eigum að vera með mesta okkar í vörn og við vorum lélegir. Það eru vandamál í gangi og við þurfum að leysa það,“ sagði Heimir Örn Árnason annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar. „Oddur var búinn að æfa mjög vel fyrir leikinn og ætlaði að sanna sig þvílíkt og að sjálfsögðu var þetta sjokk en þetta var bara lélegt. Mér hefur gengið vel með Haukana eftir að ég kom í Akureyri en þetta var skelfilegt. „Þeir spila vel, ég tek það ekki af þeim en andinn í okkar liði og val á skotum, þetta er algjört bíó hjá okkur,“ sagði mjög ósáttur Heimir.
Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira