Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu kvenna koma hér saman í nýju myndbandi sem tileinkað er baráttunni gegn einelti.
Myndbandið nefnist „Fögnum fjölbreytileikanum" og má sjá hér fyrir ofan. Skilaboðin eru skýr - einelti ber ekki að líða í neinni mynd.
Katrín Ómarsdóttir samdi lagið og flytjendur eru þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir.
Ísland mætir Úkraínu í mikilvægum leik annað kvöld en þar er sæti í úrslitakeppni EM 2013 í húfi.
Kvennalandsliðið berst gegn einelti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar