Ekkert óvænt í Lengjubikarnum - úrslit og stigaskor kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2012 20:45 Elvar Már Friðriksson. Mynd/Valli Snæfell, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru öll áfram með fullt hús í Lengjubikarnum eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Njarðvík var síðan fjórða sigurlið kvöldsins.Snæfell vann 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 89-78. Snæfell var 13 stigum yfir í hálfleik, 46-33, en heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur stig, 58-62, með flottum þriðja leikhluta. Hólmarar þurftu síðan að hafa fyrir því að landa sigrinum í lokaleikhlutanum en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu.Grindavík vann 25 stiga sigur á Skallagrími, 104-79, í Röstinni í Grindavík og endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Skallanna. Skallagrímsmenn stríddu Grindvíkingum framan af þrátt fyrir að leika án Páls Axels Vilbergssonar. Borgnesingar voru meðal annars átta stigum yfir í hálfleik, 52-44, en Grindavík gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 35-14.Njarðvík vann 35 stiga sigur á Valsmönnum, 102-67, í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem ungu straákarnir, Maciej Baginski og Elvar Már Friðriksson, voru stigahæstir hjá Njarðvíkurliðinu. Valsmenn voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 25-21, en Njarðvík var komið yfir í hálfleik, 49-44, og sigur liðsins var síðan aldrei í hættu eftir að Njarðvíkingar unnu þriðja leikhlutann. Það var minni spenna en í framlengdum deildarleik liðanna fyrir skömmu þeir Þór vann 24 stiga sigur á ÍR í Þorlákshöfn, 100-76. Þórsarar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann 30-13. Þórsliðið var síðan komið 19 stigum yfir, 77-58, fyrir lokaleikhlutann og fjórði leikhlutinn nánast formsatriði. Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Fyrirtækjabikar karla, A-riðillGrindavík-Skallagrímur 104-79 (21-27, 23-25, 35-14, 25-13)Grindavík: Samuel Zeglinski 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Davíð Ingi Bustion 6.Skallagrímur: Carlos Medlock 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Haminn Quaintance 18/13 fráköst, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst, Sigmar Egilsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 9, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.Fyrirtækjabikar karla, B-riðillHamar-Snæfell 78-89 (15-17, 18-29, 25-16, 20-28)Hamar: Jerry Lewis Hollis 27/8 fráköst, Hjalti Valur Þorsteinsson 11/4 fráköst, Lárus Jónsson 9, Örn Sigurðarson 9/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 9/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 5, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Halldór Gunnar Jónsson 4.Snæfell: Jay Threatt 21/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sveinn Arnar Davidsson 12, Asim McQueen 12/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 10, Jón Ólafur Jónsson 9/5 fráköst, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/5 fráköst.Fyrirtækjabikar karla, D-riðillNjarðvík-Valur 102-69 (21-25, 28-19, 29-8, 24-17)Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 18, Elvar Már Friðriksson 17/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 14/5 fráköst, Marcus Van 10/9 fráköst/3 varin skot, Jeron Belin 9, Óli Ragnar Alexandersson 6/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 6, Ágúst Orrason 4, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 2/6 fráköstValur: Chris Woods 28/11 fráköst, Kristinn Ólafsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/6 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 6/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 1/7 fráköst.Þór Þ.-ÍR 100-76 (24-27, 30-13, 23-18, 23-18)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 20/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stolnir, Robert Diggs 12/11 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Guðmundur Jónsson 2 .ÍR: Eric James Palm 17/4 fráköst, Nemanja Sovic 17/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 11/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, D'Andre Jordan Williams 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst, Tómas Aron Viggóson 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Ellert Arnarson 2, Þorgrímur Emilsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Snæfell, Grindavík og Þór Þorlákshöfn eru öll áfram með fullt hús í Lengjubikarnum eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Njarðvík var síðan fjórða sigurlið kvöldsins.Snæfell vann 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 89-78. Snæfell var 13 stigum yfir í hálfleik, 46-33, en heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur stig, 58-62, með flottum þriðja leikhluta. Hólmarar þurftu síðan að hafa fyrir því að landa sigrinum í lokaleikhlutanum en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu.Grindavík vann 25 stiga sigur á Skallagrími, 104-79, í Röstinni í Grindavík og endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu Skallanna. Skallagrímsmenn stríddu Grindvíkingum framan af þrátt fyrir að leika án Páls Axels Vilbergssonar. Borgnesingar voru meðal annars átta stigum yfir í hálfleik, 52-44, en Grindavík gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 35-14.Njarðvík vann 35 stiga sigur á Valsmönnum, 102-67, í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem ungu straákarnir, Maciej Baginski og Elvar Már Friðriksson, voru stigahæstir hjá Njarðvíkurliðinu. Valsmenn voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 25-21, en Njarðvík var komið yfir í hálfleik, 49-44, og sigur liðsins var síðan aldrei í hættu eftir að Njarðvíkingar unnu þriðja leikhlutann. Það var minni spenna en í framlengdum deildarleik liðanna fyrir skömmu þeir Þór vann 24 stiga sigur á ÍR í Þorlákshöfn, 100-76. Þórsarar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann 30-13. Þórsliðið var síðan komið 19 stigum yfir, 77-58, fyrir lokaleikhlutann og fjórði leikhlutinn nánast formsatriði. Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Fyrirtækjabikar karla, A-riðillGrindavík-Skallagrímur 104-79 (21-27, 23-25, 35-14, 25-13)Grindavík: Samuel Zeglinski 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7, Davíð Ingi Bustion 6.Skallagrímur: Carlos Medlock 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Haminn Quaintance 18/13 fráköst, Trausti Eiríksson 11/7 fráköst, Sigmar Egilsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 9, Davíð Guðmundsson 5, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.Fyrirtækjabikar karla, B-riðillHamar-Snæfell 78-89 (15-17, 18-29, 25-16, 20-28)Hamar: Jerry Lewis Hollis 27/8 fráköst, Hjalti Valur Þorsteinsson 11/4 fráköst, Lárus Jónsson 9, Örn Sigurðarson 9/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 9/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 5, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Halldór Gunnar Jónsson 4.Snæfell: Jay Threatt 21/8 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sveinn Arnar Davidsson 12, Asim McQueen 12/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 10, Jón Ólafur Jónsson 9/5 fráköst, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5/5 fráköst.Fyrirtækjabikar karla, D-riðillNjarðvík-Valur 102-69 (21-25, 28-19, 29-8, 24-17)Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 18, Elvar Már Friðriksson 17/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 14/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 14/5 fráköst, Marcus Van 10/9 fráköst/3 varin skot, Jeron Belin 9, Óli Ragnar Alexandersson 6/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 6, Ágúst Orrason 4, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 2/6 fráköstValur: Chris Woods 28/11 fráköst, Kristinn Ólafsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/6 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Þorgrímur Guðni Björnsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 6/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 1/7 fráköst.Þór Þ.-ÍR 100-76 (24-27, 30-13, 23-18, 23-18)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 20/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 14/5 stolnir, Robert Diggs 12/11 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6/8 fráköst/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 4, Þorsteinn Már Ragnarsson 2, Guðmundur Jónsson 2 .ÍR: Eric James Palm 17/4 fráköst, Nemanja Sovic 17/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 11/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, D'Andre Jordan Williams 5/6 stoðsendingar, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst, Tómas Aron Viggóson 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Ellert Arnarson 2, Þorgrímur Emilsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti