Árni Ísaksson, sem keppir í blandaðri bardagalist, mætti í gær Englendingnum Wayne Murrie í Belfast á Norður-Írlandi og vann góðan sigur.
Með sigrinum vann Árni „interim welterweight"-titilinn hjá Cage Contenter-sambandinu.
Árni vann á rothöggi í annarri lotu.
