Umfjöllun og viðtöl: HC Zalau - Valur - 22-21 - Valur úr leik Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2012 18:00 Valur féll úr leik í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik kvenna en liðið tapaði 22-21 fyrir HC Zalău. Fyrri leikurinn fór 24-23 fyrir Val en sá leikur var skilgreindur sem heimaleikur Vals. Evrópuævintýri Vals því búið í ár. Til að byrja með var mikið jafnræði með liðunum og gestirnir ívið sterkari. Valsstelpur voru dágóða stund í gang en þegar það kom þá voru allar leiðir færar fyrir Íslandsmeistarana. Með frábærri markvörslu og vörn fóru þær rauðu á kostum og breyttu stöðunni úr 3-1 fyrir gestina í 9-4 fyrir Val. Munurinn var mestur sjö mörk á liðinum undir lok fyrri hálfleiksins og var staðan 16-9 þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og Valsmenn réðu illa við sóknarleik þeirra. Sóknarleikur heimastúlka gekk illa og munurinn var allt í einu orðin þrjú mörk, en þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, leikhlé. Leikurinn hélt áfram að snúast og Valsmenn virkuðu þreyttar og náðu sér enganveginn á strik í síðari hálfleiknum. Staðan fór frá því að vera 21-16 fyrir Val yfir í 22-21 fyrir gestina og eftir það var róðurinn erfiður fyrir Val. Leiknum lauk með 22-21 sigri HC Zalău og komust þær áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í dag var í raun útileikur Vals. Atli: Eins svekkjandi og það gerist„Þetta er eins svekkjandi og hægt er," sagði Atli Hilmarsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Svona er Evrópukeppnin en þetta er enn meira svekkjandi þar sem liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Þetta er samt fyrst og fremst okkur sjálfum að kenna, við hentum boltanum oft frá okkur og vorum lélegar sóknarlega." „Svona heilt yfir ef maður tekur þessa tvo leiki saman þá er Valsliðið að spila frábærlega og við stóðum okkur virkilega vel. Ef liðið hefði farið áfram úr þessu einvígi þá er ég viss um að stelpurnar hefði gert góða hluti í þessari keppni, þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur á evrópskum mælikvarða." „Svona viðureign er nauðsynlega fyrir okkur þar sem ekki er um marga spennandi leiki í íslensku deildinni. Stelpurnar hafa safnað sjálfar fyrir þessu og eiga mikið hrós skilið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ragnhildur Rósa: Tankurinn var kannski búinn„Þetta verður ekkert meira svekkjandi en úrslitin í kvöld," sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn af svakalegum krafti og vorum harðákveðnar að vinna þennan leik í kvöld en kannski tæmdu við á tankinum í þessum tveimur leikjum." „Það var nokkuð mikið stopp á okkur í seinni hálfleiknum og fátt gekk upp. Ég veit ekki alveg hvort við höfum verið eitthvað þreyttar í kvöld, við eigum alveg að ráða við svona álag og áttum að klára þennan leik, finnum bara fyrir þreytunni á morgun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ragnhildi með því að ýta hér. Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Valur féll úr leik í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik kvenna en liðið tapaði 22-21 fyrir HC Zalău. Fyrri leikurinn fór 24-23 fyrir Val en sá leikur var skilgreindur sem heimaleikur Vals. Evrópuævintýri Vals því búið í ár. Til að byrja með var mikið jafnræði með liðunum og gestirnir ívið sterkari. Valsstelpur voru dágóða stund í gang en þegar það kom þá voru allar leiðir færar fyrir Íslandsmeistarana. Með frábærri markvörslu og vörn fóru þær rauðu á kostum og breyttu stöðunni úr 3-1 fyrir gestina í 9-4 fyrir Val. Munurinn var mestur sjö mörk á liðinum undir lok fyrri hálfleiksins og var staðan 16-9 þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og Valsmenn réðu illa við sóknarleik þeirra. Sóknarleikur heimastúlka gekk illa og munurinn var allt í einu orðin þrjú mörk, en þá tók Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, leikhlé. Leikurinn hélt áfram að snúast og Valsmenn virkuðu þreyttar og náðu sér enganveginn á strik í síðari hálfleiknum. Staðan fór frá því að vera 21-16 fyrir Val yfir í 22-21 fyrir gestina og eftir það var róðurinn erfiður fyrir Val. Leiknum lauk með 22-21 sigri HC Zalău og komust þær áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í dag var í raun útileikur Vals. Atli: Eins svekkjandi og það gerist„Þetta er eins svekkjandi og hægt er," sagði Atli Hilmarsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Svona er Evrópukeppnin en þetta er enn meira svekkjandi þar sem liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik. Þetta er samt fyrst og fremst okkur sjálfum að kenna, við hentum boltanum oft frá okkur og vorum lélegar sóknarlega." „Svona heilt yfir ef maður tekur þessa tvo leiki saman þá er Valsliðið að spila frábærlega og við stóðum okkur virkilega vel. Ef liðið hefði farið áfram úr þessu einvígi þá er ég viss um að stelpurnar hefði gert góða hluti í þessari keppni, þetta er gríðarlega sterkur andstæðingur á evrópskum mælikvarða." „Svona viðureign er nauðsynlega fyrir okkur þar sem ekki er um marga spennandi leiki í íslensku deildinni. Stelpurnar hafa safnað sjálfar fyrir þessu og eiga mikið hrós skilið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ragnhildur Rósa: Tankurinn var kannski búinn„Þetta verður ekkert meira svekkjandi en úrslitin í kvöld," sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn af svakalegum krafti og vorum harðákveðnar að vinna þennan leik í kvöld en kannski tæmdu við á tankinum í þessum tveimur leikjum." „Það var nokkuð mikið stopp á okkur í seinni hálfleiknum og fátt gekk upp. Ég veit ekki alveg hvort við höfum verið eitthvað þreyttar í kvöld, við eigum alveg að ráða við svona álag og áttum að klára þennan leik, finnum bara fyrir þreytunni á morgun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ragnhildi með því að ýta hér.
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira