Frábær lokahringur tryggði Poulter sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 20:30 Poulter fagnaði sigrinum vel og innilega. Nordicphotos/Getty Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira