Tiger Woods ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. nóvember 2012 14:15 Tiger Woods hefur hug á því að komast í efsta sæti heimslistans á ný. Nordic Photos / Getty Images Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur). Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur).
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira