Fyrsta sýnishorn úr Fölskum fugli 1. nóvember 2012 14:25 Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook. Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook.
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira