Loðdýrabændur brosa út að eyrum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar. Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar.
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30