Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 28-26 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 28. nóvember 2012 14:04 Ingimundur Ingimundarson á ferðinni í kvöld. mynd/vilhelm ÍR komst upp að hlið Akureyrar í öðru sæti N1-deildar karla með sætum sigri á Norðanmönnum í Austurbergi í kvöld. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og hraðinn á upphafsmínútum var geysilega mikill. Ekkert mark kom í leikinn fyrr en á fimmtu mínútu þegar Sturla Ásgeirsson skoraði fyrsta mark ÍR í leiknum. Stuttu áður lét hann Jovan Kukubat, markmann Akureyri verja frá sér víti. ÍR-ingar voru ávalt skrefinu á undan Akureyri í upphafi leiks. Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari þeirra, dró vagninn fyrir Norðanmenn og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum þeirra í leiknum. Þrjú þeirra komu úr hraðaupphlaupi. ÍR-ingar komust í þriggja marka forystu á 17. mínútu og héldu henni nánast út hálfleikinn. Þegar dómaraparið flautaði til hálfleiks var staðan 13–11 fyrir ÍR. Kristófer Fannar, markmaður ÍR, átti góðan leik í markinu með átta bolta varða. Jovan Kukubat hjá Akureyri var einnig með átta skot varin. Akureyringar hófu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn eftir nokkrar mínutur. Næstu mínútur einkenndust af miklum hraða og spennu, liðin skiptust á að skora. ÍR-ingar voru þó örlítið sterkari og náðu að halda leiknum í eins marka forystu framan af hálfleiknum. Akureyringar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn á 47 mínútu, 21-21 og virtust komnir í ham. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR upp á því að skipta um markmann, Hermann Hermannsson kom inn og varði strax tvo mikilvæga bolta. Guðmundur Hómar Helgason, leikmaður Akureyri, átti stórleik í seinni hálfleik og virtist geta skorað að vild á löngum köflum í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og Akureyri fékk eitt tækifæri á að jafna leikinn þegar mínúta var eftir en mistókst. Markahæsti maður leiksins var Bjarni Fritzson með níu mörk fyrir Akureyri og fyrir ÍR-inga skoraði Sturla Ásgeirsson sjö.Guðmundur: Fáum hárblásarann á okkur inn í klefa „Maður vill alltaf tvö stig og í svona leik er alltaf súrt að tapa. Ég held að það hafi verið vörnin sem var að fara með okkur í þessum leik. Misstum þó klaufalega í gegn hjá okkur," sagði Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Akureyri eftir leikinn „Aðalbaráttan er í þessum leikjum þar sem Haukar eru komnir langt á undan. Þetta var því mjög mikilvægur leikur og mjög leiðinlegt að tapa." „Við fáum hárblásarann á okkur inn í klefa en vonandi ekki of mikið samt. Við mætum brjálaðir á æfingu á morgun og svo er bara leikur á laugardaginn, enginn tími til þess að vera svekktur of lengi."Bjarki: Æðislegt fyrir okkur að vinna fjögurra stiga leik „Ég er hrikalega sáttur við tvö stig. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og þar af leiðandi æðislegt fyrir okkur að vinna þennan leik. Þetta var ekki fallegur handbolti sem spilaður var hérna í kvöld, flottar varnir inn á milli en mikið um mistök bæði í sókn og vörn sem vakti upp óöryggi hjá markmanni," sagði Bjarki Sigurðsson,þjálfari ÍR eftir leiki „Ég varð að gera eitthvað um miðbik seinnihálfleiks og er virkilega sáttur með Hermann sem varði vel á köflum. Sama saga með Jónatan sem kom klár inn í leikinn á mjög mikilvægum tímapunkti og gerði vel." „Akureyri snýtti okkur í fyrri leik liðanna fyrir Norðan og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og svo auðvitað gátum við náð þeim á stigum . Við viljum ekki vera í baráttunni um fimmta, sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar, svo þessi sigur er því afar kærkominn. Haukarnir virðast vera klára þetta en það þarf ekki mikið til þess að lið brotni svo við sjáum til. Ef annað sætið er í boði tökum við það, annars virðast flest liðin vera að bæta sig um þessar mundir." Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
ÍR komst upp að hlið Akureyrar í öðru sæti N1-deildar karla með sætum sigri á Norðanmönnum í Austurbergi í kvöld. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og hraðinn á upphafsmínútum var geysilega mikill. Ekkert mark kom í leikinn fyrr en á fimmtu mínútu þegar Sturla Ásgeirsson skoraði fyrsta mark ÍR í leiknum. Stuttu áður lét hann Jovan Kukubat, markmann Akureyri verja frá sér víti. ÍR-ingar voru ávalt skrefinu á undan Akureyri í upphafi leiks. Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari þeirra, dró vagninn fyrir Norðanmenn og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum þeirra í leiknum. Þrjú þeirra komu úr hraðaupphlaupi. ÍR-ingar komust í þriggja marka forystu á 17. mínútu og héldu henni nánast út hálfleikinn. Þegar dómaraparið flautaði til hálfleiks var staðan 13–11 fyrir ÍR. Kristófer Fannar, markmaður ÍR, átti góðan leik í markinu með átta bolta varða. Jovan Kukubat hjá Akureyri var einnig með átta skot varin. Akureyringar hófu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn eftir nokkrar mínutur. Næstu mínútur einkenndust af miklum hraða og spennu, liðin skiptust á að skora. ÍR-ingar voru þó örlítið sterkari og náðu að halda leiknum í eins marka forystu framan af hálfleiknum. Akureyringar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn á 47 mínútu, 21-21 og virtust komnir í ham. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR upp á því að skipta um markmann, Hermann Hermannsson kom inn og varði strax tvo mikilvæga bolta. Guðmundur Hómar Helgason, leikmaður Akureyri, átti stórleik í seinni hálfleik og virtist geta skorað að vild á löngum köflum í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og Akureyri fékk eitt tækifæri á að jafna leikinn þegar mínúta var eftir en mistókst. Markahæsti maður leiksins var Bjarni Fritzson með níu mörk fyrir Akureyri og fyrir ÍR-inga skoraði Sturla Ásgeirsson sjö.Guðmundur: Fáum hárblásarann á okkur inn í klefa „Maður vill alltaf tvö stig og í svona leik er alltaf súrt að tapa. Ég held að það hafi verið vörnin sem var að fara með okkur í þessum leik. Misstum þó klaufalega í gegn hjá okkur," sagði Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Akureyri eftir leikinn „Aðalbaráttan er í þessum leikjum þar sem Haukar eru komnir langt á undan. Þetta var því mjög mikilvægur leikur og mjög leiðinlegt að tapa." „Við fáum hárblásarann á okkur inn í klefa en vonandi ekki of mikið samt. Við mætum brjálaðir á æfingu á morgun og svo er bara leikur á laugardaginn, enginn tími til þess að vera svekktur of lengi."Bjarki: Æðislegt fyrir okkur að vinna fjögurra stiga leik „Ég er hrikalega sáttur við tvö stig. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og þar af leiðandi æðislegt fyrir okkur að vinna þennan leik. Þetta var ekki fallegur handbolti sem spilaður var hérna í kvöld, flottar varnir inn á milli en mikið um mistök bæði í sókn og vörn sem vakti upp óöryggi hjá markmanni," sagði Bjarki Sigurðsson,þjálfari ÍR eftir leiki „Ég varð að gera eitthvað um miðbik seinnihálfleiks og er virkilega sáttur með Hermann sem varði vel á köflum. Sama saga með Jónatan sem kom klár inn í leikinn á mjög mikilvægum tímapunkti og gerði vel." „Akureyri snýtti okkur í fyrri leik liðanna fyrir Norðan og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og svo auðvitað gátum við náð þeim á stigum . Við viljum ekki vera í baráttunni um fimmta, sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar, svo þessi sigur er því afar kærkominn. Haukarnir virðast vera klára þetta en það þarf ekki mikið til þess að lið brotni svo við sjáum til. Ef annað sætið er í boði tökum við það, annars virðast flest liðin vera að bæta sig um þessar mundir."
Olís-deild karla Mest lesið Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira