NFL: Meistararnir frábærir gegn Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2012 11:30 Eli Manning var hetja Giants í nótt. Mynd/AP Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7 NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sjá meira
Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sjá meira