Hagyrðingar og hið hefðbundna bragform er efniviður Stuðlabergs, sem er nýstofnað tímarit.
Tímaritið Stuðlaberg er helgað hagyrðingum og hinu hefðbundna bragformi. Útgefandi þess, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sem segir í formála að Ísland sé lögheimili hefðbundna ljóðsins enda sé ljóðstafahefðin löngu týnd úr kveðskap annarra þjóða.
Í þessu fyrsta hefti Stuðlabergs eru meðal annars viðtöl við Ómar Ragnarsson og Kristínu Jónsdóttur á Hlíð en hún sendi frá sér ljóðabókina Bréf til næturinnar fyrir þremur árum sem hefur rokselst. Kristján Árnason, prófessor við HÍ, upplýsir í viðtali að aukinn bragfræðiáhugi sé við skólann og birtar eru limrur sem nemendur í 10. bekk Háaleitisskóla ortu í hópvinnu í nýliðnum október.
Nokkrir hagyrðingar svöruðu kalli ritstjórans og ortu á einu kvöldi nýjar vísur um nýju íslensku stjórnarskrána. Davíð Hjálmar Haraldsson velti fyrir sér hvort hún mundi halla til hægri eða vinstri:Stjórnarskrá brátt kynna kauðar,
kátleg verður bókin sú;
hægri síður eflaust auðar,
allar hinar fagurrauðar
eins og séu út úr kú.
Tímaritið Stuðlaberg er helgað hagyrðingum og hinu hefðbundna bragformi. Útgefandi þess, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku sem segir í formála að Ísland sé lögheimili hefðbundna ljóðsins enda sé ljóðstafahefðin löngu týnd úr kveðskap annarra þjóða.
Í þessu fyrsta hefti Stuðlabergs eru meðal annars viðtöl við Ómar Ragnarsson og Kristínu Jónsdóttur á Hlíð en hún sendi frá sér ljóðabókina Bréf til næturinnar fyrir þremur árum sem hefur rokselst. Kristján Árnason, prófessor við HÍ, upplýsir í viðtali að aukinn bragfræðiáhugi sé við skólann og birtar eru limrur sem nemendur í 10. bekk Háaleitisskóla ortu í hópvinnu í nýliðnum október.
Nokkrir hagyrðingar svöruðu kalli ritstjórans og ortu á einu kvöldi nýjar vísur um nýju íslensku stjórnarskrána. Davíð Hjálmar Haraldsson velti fyrir sér hvort hún mundi halla til hægri eða vinstri:Stjórnarskrá brátt kynna kauðar,
kátleg verður bókin sú;
hægri síður eflaust auðar,
allar hinar fagurrauðar
eins og séu út úr kú.