NFL og kalkúnn hluti af Þakkargjörðarhátíðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2012 14:00 Mynd/AFP Í dag er Þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum og eins og ávallt þá fær ameríski fótboltinn sviðsljósið á þessum degi. Þrír leikir fara fram í kvöld og nótt og það er hægt að sjá þá alla á ESPN America á rás 43 á Fjölvarpinu. Detroit Lions og Dallas Cowboys spila alltaf á heimavelli á þessum degi, Detroit hefur gert það síðan 1934 og Dallas hefur aðeins misst af tveimur Þakkagjörðarhátíðarleikjum frá árinu 1966. Frá árinu 2006 hefur síðan þriðji leikurinn bæst við en þar skiptast hin liðin á því að spila. Fyrsti leikur dagsins er á milli Detroit Lions og Houston Texans sem hefst klukkan 17.30 að íslenskum tíma. Houston Texans er eitt allra sterkasta lið deildarinnar og getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Annar leikur dagsins er á milli Dallas Cowboys og Washington Redskins og hefst klukkan 21.25 að íslenskum tíma. Nýliðinn Robert Griffin III hefur slegið í gegn með Washington-liðinu í vetur og þetta verður fyrsti leikur hans á hinum magnaða heimavelli Dallas Cowboys, Cowboys Stadium. Lokaleikur dagsins er síðan á milli New York Jets og New England Patriots en hann hefst ekki fyrr en klukkan 1.20 í nótt. Patriots-liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er á miklu skriði enda að skora mest allra liða í deildinni. Það hefur hinsvegar gengið mikið á hjá Jets-liðinu sem á samt möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skrautlegt gengi. NFL Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Í dag er Þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum og eins og ávallt þá fær ameríski fótboltinn sviðsljósið á þessum degi. Þrír leikir fara fram í kvöld og nótt og það er hægt að sjá þá alla á ESPN America á rás 43 á Fjölvarpinu. Detroit Lions og Dallas Cowboys spila alltaf á heimavelli á þessum degi, Detroit hefur gert það síðan 1934 og Dallas hefur aðeins misst af tveimur Þakkagjörðarhátíðarleikjum frá árinu 1966. Frá árinu 2006 hefur síðan þriðji leikurinn bæst við en þar skiptast hin liðin á því að spila. Fyrsti leikur dagsins er á milli Detroit Lions og Houston Texans sem hefst klukkan 17.30 að íslenskum tíma. Houston Texans er eitt allra sterkasta lið deildarinnar og getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Annar leikur dagsins er á milli Dallas Cowboys og Washington Redskins og hefst klukkan 21.25 að íslenskum tíma. Nýliðinn Robert Griffin III hefur slegið í gegn með Washington-liðinu í vetur og þetta verður fyrsti leikur hans á hinum magnaða heimavelli Dallas Cowboys, Cowboys Stadium. Lokaleikur dagsins er síðan á milli New York Jets og New England Patriots en hann hefst ekki fyrr en klukkan 1.20 í nótt. Patriots-liðið hefur unnið fjóra leiki í röð og er á miklu skriði enda að skora mest allra liða í deildinni. Það hefur hinsvegar gengið mikið á hjá Jets-liðinu sem á samt möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skrautlegt gengi.
NFL Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira