Meðgönguljóð fæðast 21. nóvember 2012 12:35 Valgerður Þóroddsdóttir, Sveinbjörg Bjarnadóttir og Kári Tulinius. Meðgönguljóð er nýr flokkur bóka úr fórum Frú Stellu. Þar gefst skáldum vettvangur til þess að prófa sig áfram í ljóðagerð og útgáfu. Bækurnar eru handgerðar og hver bók er listaverk en hver bók á að kosta álíka mikið og kaffibolli. „Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri,“ segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. „Við fundum fyrir hræðslu meðal fólks við ljóðalestur. Það þótti okkur leiðinlegt svo við ákváðum að gera eitthvað í málunum.“ Meðgönguljóð eru stuttar ljóðabækur sem eru framleiddar án styrkja. Kostnaði er haldið í lágmarki og miðað við að bækurnar kosti ekki meira en kaffibolli á kaffihúsi. Tvíþætt tækifæri Markhópur ljóðabóka er ekki stór á Íslandi. Sveinbjörg segir því ákveðna áhættu felast í útgáfu þeirra sem forlögin vilji síður taka. „Við ákváðum því að hefja þessa tilraunastarfsemi og gefa höfundum möguleika á að koma efni sínu á framfæri og almenningi tækifæri til að nálgast efnið á góðu verði.“ Nafnið á seríunni vísar í tilgang hennar, sem er að veita ljóðskáldum rými til þreifinga á óþekktum slóðum. Kostnaðinum er haldið í lágmarki með mikilli vinnu útgefenda, því hver einasta bók er handunnin. „Við prentum þetta sjálf, röðum saman og saumum bækurnar í saumavél," segir Sveinbjörg. Upplagið er af þessum sökum ekki stórt, aðeins um 150 eintök. "Hvert eintak er sérmerkt. Við reynum að hafa gripinn dálítið sérstakan þótt hann sé ódýr.“ Fyrsta bókin í flokknum kom út í lok maí á þessu ári. Höfundar hennar, Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius, standa bak við útgáfuna, ásamt Sveinbjörgu. „Viðtökurnar voru mjög góðar, ég held að upplagið sé næstum búið, það eru örfá eintök eftir,“ segir Sveinbjörg en bækurnar eru til sölu í öllum bókabúðum í miðbænum og einnig hjá Kaffifélaginu. „Við viljum endilega fara með þær á fleiri kaffihús. Hugmyndin er nefnilega sú að bækurnar kosti aldrei meira en kaffibolli. Kaffihúsagestir geta því fengið sér kaffi og ljóð með því!“Von á fleiri afkvæmum Næsta ljóðabók kemur út næsta föstudag, þann 23. nóvember. „Við verðum með útgáfuhóf í Máli og menningu klukkan 17 og svo annað í Kunstschlager klukkan 19.“ Ástæða þess er að höfundurinn, Ásta Fanney Sigurðardóttir, er myndlistarkona og sýnir teikningarnar úr bókinni á síðarnefnda staðnum. „Hún gerði teikningar við öll ljóðin í bókinni,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Kannski er réttara að segja að hún hafi gert ljóðin við teikningarnar. Ég veit það ekki, því fyrir henni er þetta ein heild.“ Sveinbjörg segir að nú þegar bíði margir höfundar útgáfu. Í röðinni eru reynsluboltar en einnig óþekkt skáld sem aldrei hafa gefið út áður. „Meðgönguljóðin hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá skáldum og meira að segja þeim sem aldrei hafa gefið neitt út áður,“ segir Sveinbjörg sem vonast til að framtakið styrki ljóðamenningu landans. Menning Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Meðgönguljóð er nýr flokkur bóka úr fórum Frú Stellu. Þar gefst skáldum vettvangur til þess að prófa sig áfram í ljóðagerð og útgáfu. Bækurnar eru handgerðar og hver bók er listaverk en hver bók á að kosta álíka mikið og kaffibolli. „Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri,“ segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum. „Við fundum fyrir hræðslu meðal fólks við ljóðalestur. Það þótti okkur leiðinlegt svo við ákváðum að gera eitthvað í málunum.“ Meðgönguljóð eru stuttar ljóðabækur sem eru framleiddar án styrkja. Kostnaði er haldið í lágmarki og miðað við að bækurnar kosti ekki meira en kaffibolli á kaffihúsi. Tvíþætt tækifæri Markhópur ljóðabóka er ekki stór á Íslandi. Sveinbjörg segir því ákveðna áhættu felast í útgáfu þeirra sem forlögin vilji síður taka. „Við ákváðum því að hefja þessa tilraunastarfsemi og gefa höfundum möguleika á að koma efni sínu á framfæri og almenningi tækifæri til að nálgast efnið á góðu verði.“ Nafnið á seríunni vísar í tilgang hennar, sem er að veita ljóðskáldum rými til þreifinga á óþekktum slóðum. Kostnaðinum er haldið í lágmarki með mikilli vinnu útgefenda, því hver einasta bók er handunnin. „Við prentum þetta sjálf, röðum saman og saumum bækurnar í saumavél," segir Sveinbjörg. Upplagið er af þessum sökum ekki stórt, aðeins um 150 eintök. "Hvert eintak er sérmerkt. Við reynum að hafa gripinn dálítið sérstakan þótt hann sé ódýr.“ Fyrsta bókin í flokknum kom út í lok maí á þessu ári. Höfundar hennar, Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius, standa bak við útgáfuna, ásamt Sveinbjörgu. „Viðtökurnar voru mjög góðar, ég held að upplagið sé næstum búið, það eru örfá eintök eftir,“ segir Sveinbjörg en bækurnar eru til sölu í öllum bókabúðum í miðbænum og einnig hjá Kaffifélaginu. „Við viljum endilega fara með þær á fleiri kaffihús. Hugmyndin er nefnilega sú að bækurnar kosti aldrei meira en kaffibolli. Kaffihúsagestir geta því fengið sér kaffi og ljóð með því!“Von á fleiri afkvæmum Næsta ljóðabók kemur út næsta föstudag, þann 23. nóvember. „Við verðum með útgáfuhóf í Máli og menningu klukkan 17 og svo annað í Kunstschlager klukkan 19.“ Ástæða þess er að höfundurinn, Ásta Fanney Sigurðardóttir, er myndlistarkona og sýnir teikningarnar úr bókinni á síðarnefnda staðnum. „Hún gerði teikningar við öll ljóðin í bókinni,“ segir Sveinbjörg og bætir við: „Kannski er réttara að segja að hún hafi gert ljóðin við teikningarnar. Ég veit það ekki, því fyrir henni er þetta ein heild.“ Sveinbjörg segir að nú þegar bíði margir höfundar útgáfu. Í röðinni eru reynsluboltar en einnig óþekkt skáld sem aldrei hafa gefið út áður. „Meðgönguljóðin hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá skáldum og meira að segja þeim sem aldrei hafa gefið neitt út áður,“ segir Sveinbjörg sem vonast til að framtakið styrki ljóðamenningu landans.
Menning Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira