Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 22-24 | Símabikarinn í handbolta Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 2. desember 2012 17:30 Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Daníel FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári. Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári.
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira