Ragnari líkt við Agöthu Christie Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. desember 2012 10:12 Ragnar Jónasson hefur lært mörg brögð af gamla snillingnum. Umsjónarmaður bókmenntaþáttarins books@transglobal á þýsku útvarpsstöðinni TIDE fer fögrum orðum um siglfirsku glæpasöguna Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og segir að rithöfundurinn Ragnar Jónasson græði á því að hafa þýtt fjórtán glæpasögur eftir Agöthu Christie yfir á íslensku. „Maður rekur augun í mörg brögð gamla snillingsins sem eykur bara ánægjuna við lesturinn," segir í bókadómi Jürgens Küssow. „Ragnar Jónasson hefur útbúið flókna fléttu og leggur hana fram með spennandi hætti. Við ættum að fylgjast með honum, en hann hefur burði til að kynna til leiks áhugaverða nýja persónu á vettvangi hinna vinsælu íslensku glæpasagna, lögreglumanninn Ara Þór," segir í dómnum. Eins og áður hefur verið greint frá í Fréttablaðinu og hér á Vísi hefur Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari nýverið keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu, með það fyrir augum að fara sjálfur með hlutverk lögreglumannsins Ara Þórs, og nú fyrir skömmu kom út ný spennusaga um Ara, Rof, sem gerist meðal annars í eyðifirðinum Héðinsfirði. Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Umsjónarmaður bókmenntaþáttarins books@transglobal á þýsku útvarpsstöðinni TIDE fer fögrum orðum um siglfirsku glæpasöguna Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og segir að rithöfundurinn Ragnar Jónasson græði á því að hafa þýtt fjórtán glæpasögur eftir Agöthu Christie yfir á íslensku. „Maður rekur augun í mörg brögð gamla snillingsins sem eykur bara ánægjuna við lesturinn," segir í bókadómi Jürgens Küssow. „Ragnar Jónasson hefur útbúið flókna fléttu og leggur hana fram með spennandi hætti. Við ættum að fylgjast með honum, en hann hefur burði til að kynna til leiks áhugaverða nýja persónu á vettvangi hinna vinsælu íslensku glæpasagna, lögreglumanninn Ara Þór," segir í dómnum. Eins og áður hefur verið greint frá í Fréttablaðinu og hér á Vísi hefur Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari nýverið keypt kvikmyndaréttinn að Snjóblindu, með það fyrir augum að fara sjálfur með hlutverk lögreglumannsins Ara Þórs, og nú fyrir skömmu kom út ný spennusaga um Ara, Rof, sem gerist meðal annars í eyðifirðinum Héðinsfirði.
Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira