Rummenigge og félagar hjálpuðu Müller í baráttunni við Bakkus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 20:30 Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner. Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner.
Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira