María og Sævar skíðafólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 15:45 Sævar Birgisson Mynd/Skíðasamband Íslands María Guðmundsdóttir frá Akureyri og Sævar Birgisson frá Ólafsfirði hafa verið útnefnd skíðakona og -maður ársins 2012. Skíðasamband Íslands opinberaði val sitt í dag og birti meðfylgjandi rökstuðning fyrir vali sínu sem sjá má hér að neðan.María Guðmundsdóttir María Guðmundsdóttir hefur verið ein fremsta skíðakona landsins í alpagreinum undanfarin ár. María er Íslandsmeistari í svigi. María átti mjög gott tímabil og bætti stöðu sína á heimslista en hún komst hæst í 287. sæti í svigi og færðist upp um 158. sæti á tímabilinu. Í stórsvigi færðist hún upp um 419. sæti á heimslista. María sigraði á fjórum sterkum alþjóðlegum FIS mótum Noregi, einnig varð hún í 2. Sæti á 5 sterkum FIS mótum í Noregi. María meiddist á Skíðamóti Íslands í apríl en hefur náð mjög góðum bata og nálgast nú sitt fyrra form.Sævar Birgisson Sævar hefur verið í fremstu röð skíðagöngumanna landsins mörg undanfarin ár. Sævar hefur á árinu tekið stöðugum framförum í keppni á erlendri grundu og er mjög einbeittur í að komast á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi 2014. Sævar er búsettur í Ulricehamn í Svíþjóð í vetur og æfir þar undir handleiðslu landsliðsþjálfarans Linusar Davidssonar. Á fyrstu mótum vetrarins hefur Sævar stórbætt fyrri árangur og náði Ólympíulágmarki á FIS móti í Idrefjell í Svíþjóð 1.-2. desember síðast liðinn þegar hann hafnaði í 13 sæti. Fyrir þann árangur náði hann 86 FIS stigum en Ólympíulágmarkið er 120 FIS stig þannig að hann var langt innan þeirra marka. Þessi árangur er sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð í hátt í 20 ár. Sævar varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri síðasta vetur.Mynd/Skíðasamband Íslands Innlendar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
María Guðmundsdóttir frá Akureyri og Sævar Birgisson frá Ólafsfirði hafa verið útnefnd skíðakona og -maður ársins 2012. Skíðasamband Íslands opinberaði val sitt í dag og birti meðfylgjandi rökstuðning fyrir vali sínu sem sjá má hér að neðan.María Guðmundsdóttir María Guðmundsdóttir hefur verið ein fremsta skíðakona landsins í alpagreinum undanfarin ár. María er Íslandsmeistari í svigi. María átti mjög gott tímabil og bætti stöðu sína á heimslista en hún komst hæst í 287. sæti í svigi og færðist upp um 158. sæti á tímabilinu. Í stórsvigi færðist hún upp um 419. sæti á heimslista. María sigraði á fjórum sterkum alþjóðlegum FIS mótum Noregi, einnig varð hún í 2. Sæti á 5 sterkum FIS mótum í Noregi. María meiddist á Skíðamóti Íslands í apríl en hefur náð mjög góðum bata og nálgast nú sitt fyrra form.Sævar Birgisson Sævar hefur verið í fremstu röð skíðagöngumanna landsins mörg undanfarin ár. Sævar hefur á árinu tekið stöðugum framförum í keppni á erlendri grundu og er mjög einbeittur í að komast á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi 2014. Sævar er búsettur í Ulricehamn í Svíþjóð í vetur og æfir þar undir handleiðslu landsliðsþjálfarans Linusar Davidssonar. Á fyrstu mótum vetrarins hefur Sævar stórbætt fyrri árangur og náði Ólympíulágmarki á FIS móti í Idrefjell í Svíþjóð 1.-2. desember síðast liðinn þegar hann hafnaði í 13 sæti. Fyrir þann árangur náði hann 86 FIS stigum en Ólympíulágmarkið er 120 FIS stig þannig að hann var langt innan þeirra marka. Þessi árangur er sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð í hátt í 20 ár. Sævar varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri síðasta vetur.Mynd/Skíðasamband Íslands
Innlendar Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira