Aron Pálmarsson kjörinn íþróttamaður ársins 29. desember 2012 18:57 Aron Pálmarsson átti ótrúlegt ár með Kiel og íslenska landsliðinu. mynd/daníel Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins árið 2012 í kjöri samtaka íþróttafréttamanna. Aron fékk yfirburðakosningu en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa nafnbót. Hafnfirðingurinn ungi átti stórkostlegt ár þar sem hann stimplaði sig inn sem einn besti handboltamaður heims. Hann er í lykilhlutverki hjá þýska félaginu Kiel sem vann alla titla á síðustu leiktíð og náði þeim einstaka árangri að fara í gegnum heilt tímabil í sterkustu deild heims án þess að tapa leik. Aron fór síðan hamförum með íslenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Þar var hann valinn í úrvalslið leikanna og eru margir á því að Aron hafi verið besti handboltamaður leikanna. Listinn í ár er fjölbreyttur en alls fengu 20 íþróttamenn atkvæði. 23 meðlimir eru í samtökum íþróttafréttamanna og nýttu þeir allir atkvæðisrétt sinn. Flestir handboltamenn fengu atkvæði, eða fimm, en aðeins Aron náði inn á topp tíu listann. Þrír knattspyrnumenn eru aftur á móti á topp tíu listanum í ár. Jón Margeir Sverrisson endaði í þriðja sæti kjörsins en það er besti árangur fatlaðs íþróttamanns í þessu kjöri. Svo er kynjaskptingin næstum jöfn en níu konur fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni.Svona fór kjörið: 1. Aron Pálmarsson, handbolti - 425 stig. 2. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir - 279 3. Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra - 267 4. Gylfi Sigurðsson, fótbolti - 149 5. Þóra B. Helgadóttir, fótbolti - 122 6. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar - 74 7. Alfreð Finnbogason, fótbolti - 65 8. Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi - 61 9. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar - 58 10. Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir - 55 11. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti - 51 12. Ragna Ingólfsdóttir, badminton - 27 13. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti - 25 14. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, karate - 7 15.-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, handbolti - 3 15.-17. Sarah Blake Bateman, sund - 3 15.-17. Alexander Petersson, handbolti - 3 18.-19. Helena Sverrisdóttir, körfubolti - 2 18.-19. Ólafur Stefánsson, handbolti - 2 20. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir - 1 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins árið 2012 í kjöri samtaka íþróttafréttamanna. Aron fékk yfirburðakosningu en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa nafnbót. Hafnfirðingurinn ungi átti stórkostlegt ár þar sem hann stimplaði sig inn sem einn besti handboltamaður heims. Hann er í lykilhlutverki hjá þýska félaginu Kiel sem vann alla titla á síðustu leiktíð og náði þeim einstaka árangri að fara í gegnum heilt tímabil í sterkustu deild heims án þess að tapa leik. Aron fór síðan hamförum með íslenska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Þar var hann valinn í úrvalslið leikanna og eru margir á því að Aron hafi verið besti handboltamaður leikanna. Listinn í ár er fjölbreyttur en alls fengu 20 íþróttamenn atkvæði. 23 meðlimir eru í samtökum íþróttafréttamanna og nýttu þeir allir atkvæðisrétt sinn. Flestir handboltamenn fengu atkvæði, eða fimm, en aðeins Aron náði inn á topp tíu listann. Þrír knattspyrnumenn eru aftur á móti á topp tíu listanum í ár. Jón Margeir Sverrisson endaði í þriðja sæti kjörsins en það er besti árangur fatlaðs íþróttamanns í þessu kjöri. Svo er kynjaskptingin næstum jöfn en níu konur fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni.Svona fór kjörið: 1. Aron Pálmarsson, handbolti - 425 stig. 2. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir - 279 3. Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra - 267 4. Gylfi Sigurðsson, fótbolti - 149 5. Þóra B. Helgadóttir, fótbolti - 122 6. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar - 74 7. Alfreð Finnbogason, fótbolti - 65 8. Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi - 61 9. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar - 58 10. Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir - 55 11. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti - 51 12. Ragna Ingólfsdóttir, badminton - 27 13. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti - 25 14. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, karate - 7 15.-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, handbolti - 3 15.-17. Sarah Blake Bateman, sund - 3 15.-17. Alexander Petersson, handbolti - 3 18.-19. Helena Sverrisdóttir, körfubolti - 2 18.-19. Ólafur Stefánsson, handbolti - 2 20. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir - 1
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira