Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar Hlynur Bæringsson skrifar 28. janúar 2012 06:00 Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp. Pistillinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp.
Pistillinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira