Hefði vanalega tekið dramakast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2012 07:00 Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. Mynd/Hans Uurike Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira