Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna 7. febrúar 2012 06:00 Aðgerð Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP-sílíkonpúða úr konum hér á landi.mynd/úr safni Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira