Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2012 07:00 Matthías hefur loksins náð því markmiði að komast í atvinnumennsku. Mynd/Vilhelm „Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira